Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1990, Page 56

Æskan - 01.10.1990, Page 56
Myndasamkeppni Rauða krossins Rauði kross íslands gengst fyrir myndasamkeppni með- al barna undir 15 ára aldri. Samkeppnin er liður í al- þjóðlegu átaki hreyfingarinn- ar til hjálpar stríðshrjáðum. Æskilegt myndefni er: „Stríðshrjáðir, sem að miklum hluta eru óbreyttir borgarar - börn, konur og gamal- menni.“ Markmið samkeppninnar er m.a. - að vekja athygli á þeim hörmungum sem óbreyttir borgar þurfa að þola í stríði og því hlutverki sem Rauði krossinn/Rauði hálfmáninn gegnir - að vekja áhuga barna á starfi þessara samtaka - og að virkja listsköpun barna sem áróðurstæki til hjálpar stríðshrjáðum. Heimilt er að nota þá að- ferð sem hverjum og einum hentar. Nota má vatnsliti, vaxliti, olíuliti, tölvur, klippi- myndir, þrykkmyndir og raunar allt sem hægt er að setja á venjulegt blað! Rauði kross íslands mun veita verðlaun fyrir 10 mynd- ir. 1. verðlaun eru ferð til höfuðstöðva Rauða krossins í Genf. 250 milljónír félaga í kynningarefni er minnt á að níu af hverjum tíu sem láta lífið eða hljóta örkuml í stríði eru óbreyttir borgarar. Réttur þeirra í stríði er ótví- ræður samkvæmt alþjóðalög- um um mannréttindi. En staðreyndin er sú að víða þekkja hvorki hermenn né almenningur lögin. Úr því vill Rauði krossinn bæta. Rauðakrosshreyfingin starfar á flestum átakasvæð- um í heiminum. í hreyfing- unni eru 250 milljónir félaga í 149 löndum. Félagar eru af öllum kynþáttum og trúar- flokkum. Óháð stjórnmála- skoðunum sameinast þeir í því að hjálpa fórnarlömbum stríðs og átaka. Alþjóðaráð Rauða kross- ins hefur á sínum snærum fjölda fólks sem er tilbúið til að hefja hjálparstarf um leið og átök brjótast út. Merki Rauða krossins er þekkt verndartákn sem nýtur virð- ingar stríðandi aðilja. Fyrir stríðshrjáða er nauð- synlegt að viðhalda og auka þá virðingu sem Rauði kross- inn nýtur. í skjóli merkisins er hægt að lina þjáningar - hægt að hjálpa. Snjór um hásumar! Ef til vill verðið þið farin að leika ykkur í snjó þegar þlaðið berst ykkur. En ósennilegt er að mörg ykkar hafi setið í snjó þegar sólargangur er hvað lengstur hér á landi! Myndin er tekin í Mývatnssveit í hingeyjarsýslu 25. júní í sumar. hykk snjóbreiða hafði lagst yfir gras og sóleyjar - en systkinin Ólöf og Pétur Gunnarsbörn undu sér dável í kuldaklæðnaði! 60 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.