Æskan - 01.10.1990, Síða 57
Útgáfa f 60 ár
Bókaútgáfa Æskunnar er 60 ára. Til
hennar var stofnað 1930 í því skyni að
auka lesefni fyrir börn og unglinga,
sem var af skornum skammti á þeim
tíma, og styðja útgáfu Barnablaðsins
Æskunnar fjárhagslega.
Fyrsta útgáfubókin var Sögur Æsk-
unnar. Hún hafði aö geyma sögur og
Sr. Björn Jónsson stórtemplar flytur ávarp.
kvæði úr 1. og 2. árgangi blaðsins -
eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson, fyrsta
ritstjóra Æskunnar.
Fyrsta íslenska skáldsagan, sem
gefin var út, var Kári litli og Lappi,
saga handa börnum eftir Stefán Júlíus-
son, þá ungan kennara. Það var 1938.
Framhald sögunnar, Kári litli í skólan-
um, kom út 1940 og á sama ári Ásta
litla lipurtá, einnig eftir Stefán.
Kári flaug í fangið á börnunum,
varð þeim kær og Ijúfur félagi. Síðan
hefur hann átt sæti í fangi íslenskra
barna - hverrar kynslóðar af annarri -
því aö sögurnar hafa verið endurút-
gefnar hvað eftir annað.
Stefán Júlíusson varð 75 ára 25.
september sl., Kári er nýlega „fimm-
tugur", og því var ákveðið að endurút-
gefa Kárabækurnar þrjár, þessar sígildu
sagnaperlur, í veglegri afmælisútgáfu.
haö er einnig framlag Æskunnar á ári
laesis því að fáar bækur hafa dugað
betur en þær sem „tæki til að létta
börnum lestrarnám" - eins og höfund-
ur stefndi að.
Kári litli og Lappi er nú gefin út í 8.
sinn, Kári litli í skólanum í 7. og Kári
litli í sveit í 5. sinn.
Stefán Júlíusson rithöfundur og Hulda
Siguðardóttir kona hans. Stefáni var afhent
fyrsta eintak afmætisútgáfu Kárabókanna á
samkomunni í Vinabæ.
Sígild verk
— íslensk og erlend
Á þessum 60 árum hefur verið gefinn
út fjöldi frumsaminna og þýddra úr-
valsbóka. Meðal sígildra sagna,
þýddra, eru Ævintýri og sögur eftir
H.C. Andersen - ritsafn í þrem bind-
um -, Oliver Twist eftir Charles Dic-
kens og Ævintýri barnanna. Þær hafa
allar verið endurútgefnar nýlega og
eru fáanlegar.
Af höfundum frumsamins efnis skal
telja Margréti Jónsdóttur fyrrum rit-
stjóra Æskunnar (8 bækur), Hannes J.
Magnússon fyrrum skólastjóra (8 bæk-
ur), Jennu og Hreiðar, fyrrum kennara
og skólastjóra (10 b.), Ragnheiöi Jóns-
dóttur fyrrum kennara (10 b.) og Eð-
varð Ingólfsson guðfræðinema en átt-
unda unglingabók hans kemur út síðar
í haust, á 10 ára rithöfundarafmæli
hans. Eðvarð hefur einnig samið
barnabók og skráð þrjár viðtalsbækur.
Þeir sem þýtt hafa flestar bækur fyr-
ir Æskuna eru Sigurður Cunnarsson
fyrrverandi skólastjóri (17), Guðjón
Guðjónsson fyrrverandi skólastjóri,
eiginmaður Ragnheiðar, (15), Jónína
Steinþórsdóttir (9), Sigurður Skúlason
(7), Eiríkur Sigurðsson fyrrum skóla-
stjóri, eiginmaður Jónínu, (5) og Mar-
grét Jónsdóttir (5).
Framkvæmdastjóri útgáfunnar frá
upphafi til 1961 var Jóhann Ögmund-
ur Oddsson en tengdasonur hans,
Kristján Guðmundsson, annaðist hana
1964 til 1982.
Auk Kárabókanna og unglingabók-
ar Eðvarðs Ingólfssonar (Haltu mér -
slepptu mér) gefur Æskan á þessu af-
mælisári út úrval Ijóða Gunnars Dals,
skálds og heimspekings, og nefnist
Raddir morgunsins.
Fjóia Sigmundsdóttir, ekkja Halldórs Péturs-
sonar, tekur við öðru eintaki afmæiisútgáfunn-
ar. Halldór teiknaði afar skemmtilegar myndir
við sögurnar um Kára litla. Pétur, sonur þeirra,
litaði myndir sem prýða kápur Kárabókanna. /
Myndir: Guðmundur Erlendsson.
Afmælinu var fagnað fimmtudag-
inn 11. október með samkomu í Vina-
bæ (áður Tónabíó), húseign eiganda
Æskufyrirtækjanna, Stórstúku íslands.
Þar var Stefáni Júlíussyni afhent fyrsta
eintak afmælisútgáfu Kárabókanna.
Öllum núlifandi höfundum og þýð-
endum bóka, sem Æskan hefur gefið
út, var boðið á samkomuna, auk ým-
issa sem útgáfunni tengjast.
ÆSKAN 61