Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1993, Qupperneq 3

Æskan - 01.01.1993, Qupperneq 3
Kæri lesandi! Nú hefur þú í höndum 1. tölublað Æsk- unnar 1993. Það ber vitni um að hún er sí- ung og fersk - þó að komin sé á 96. árið! í blaðinu eru verðlaunasagan og -Ijóðið úr samkeppninni í haust - eftir snjalla krakka, Helgu Sigríði og Árna Brynjar, 11 og 13 ára. Hér er einnig bráðskemmtileg saga með teikningum eftir Bjarna Þór 5 ára, hug- myndaríkan dreng! Viðtöl eru við vinsæla og ágæta lista- menn, Stefán Hilmarsson söngvara og Þor- grím Þráinsson rithöfund, og sagt er frá einum dáðasta íþróttamanni heims, Michael Jordan. Veggmyndir eru af þeim Stefáni. Efnt er til teiknisamkeppni í tengslum við frásögn af Mikjáli. Lýst er úrslitum í smásagna- og Ijóða- keppninni og áskrifendagetraun Æskunnar kynnt (- aðalverðlaun eru fjölskylduferð til Amsterdami). Niðurstöður í vinsældakönn- un Æskunnar 1992 er að finna í blaðinu: Að sjálfsögðu eru að venju þrjár teikni- myndasögur, þrautir, skrýtlur, pennavina- og safnaradálkar og margir fastir þættir; einnig einn nýr, um tölvuleiki og leikjatölvur. Af þessu sérðu að í Æskunni er sem jafnan fyrr ótalmargt sem vekur áhuga og veitir ánægju. Ýmislegt umhugsunarvert fylgir að sjálfsögðu. Ég vil gjarna taka undir orðsendingu Stefáns Hilmarssonar til les- enda: Vidtal við Þorgrím Þráinsson rithöfund - bls. 14. - „Berið ávallt virðingu fyrir gamla fólk- inu því að það ber ómælda virðingu fyrir ykkur." - og heilræði Þorgríms Þráinssonar í lok viðtalsins við hann: „Ég bið börn og unglinga að hafa í huga að hver er sinnar gæfu smiður. .. Þeir sem vilja lifa hamingjusömu lífi eiga að reyna að vera heilbrigðir, heiðarlegir og réttsýnir - og láta áfengi, fíkniefni og sí- garettur lönd og leið vegna þess að það er ekkert annað en blekking að leita á náðir slíks.“ Með hlýrri kveðju, Karl Helgason. VIÐTÖL OG GREINAR 8 Margttil lista lagt - rætt við Helgu Sigríði, sigurvegara í smásagnakeppninni 11 Samdi þá bara Ijóð ... - rabbað við Árna Brynjar, höfund verðlaunaljóðsins 14 „Hver er sinnar gæfu smiður" - viðtal við Þorgrím Þráinsson rithöfund 26 Nashyrningur í Kópavogi! - um sýninguna Ottó nashyrning 27 Meistarinn - Michael Jordan 53 í barnastúkum er fjör á ferðum! 56 Börn í Japan-2. hluti SÖGUR OG LJÓÐ 9 Aðalbjörg og svalan góða 11 Hausttónleikar- Ijóð 18 Glámur auli 22 Skóladagur TEIKNIMYNDASÖGUR 30 Eva og Adam 35 Ósýnilegi þjófurinn 50 Björn Sveinn og Refsteinn ÞÆTTIR 20,49 Æskupósturinn 24 Tölvuþáttur 37 Úr ríki náttúrunnar 42 Poppþátturinn - niðurstaða í vinsældavali 1992 46 Aðdáendum svarað: - Sáiin hans Jóns míns 54 Skátaþáttur 55 Frímerkjaþáttur 58 Æskuvandi 60 Tónlistarþáttur - Gamalt og nýtt um NKOTB ÝMISLEGT 4 Áskrifendagetraun Æskunnar 1993 6,1,38,39 Þrautir 10 Urslit verðlaunasamkeppninnar 1992 12 Litasamkeppnin Prinsessan og Durtarnir 13 Reynir ráðagóði 23 Kátur og Kútur 25 Lestu Æskuna? 28 Pennavinir 40 Skrýtlur 41 Spaugsömu dýrin 45 Uppfinningakeppnin 1993 52 Við safnarar 62 Verðlaunahafar og lausnir á þrautum í 9. tbl. 1992 Veggmyndir Stefán Hilmarsson Michael Jordan Skrifstofa er að Eiríksgötu 5, 3. hæð • Sími ritstjóra er 10248; á afgreiðslu blaðsins 17336; á skrifstofu 17594 • Áskriftargjald fyrir 1.-5. tölublað 1993:1985 kr. • Gjalddagi er 1. mars • Áskriftartímabil miðast við hálft ár • Lausasala: 450 kr. • Póstáritun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík • 2. tbl. 1993 kemur út 5. mars • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: karl Helgason, hs. 76717 • Framkvæmdastjóri Guðlaugur Fr. Sig- mundsson • Teikningar: Guðni Björnsson • Útlit, umbrot, litgreiningar og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. • Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. • Útgefandi er Stórstúka íslands I.O.G.T. • Æskan kom fyrst út 5. október 1897. Á forsídu er teikning eftir Jens Kr. Guðmundsson - af Sigríði Beinteinsdóttur, Stefáni Hilm- arssyni, Þorgrími Þráinssyni, Michael Jordan og Whitney Houston. Æ S K A N 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.