Æskan - 01.01.1993, Síða 5
FJÖLSKYLDUFERÐ TIL AMSTERDAM
L
j
- „FENEYJA NORÐURSINS" - er aðalvinningurinn í áskriftargetraun Æskunnar 1993.
Askrifandinn, sem verður
svo heppinn að hreppa
þann vinning, á fyrir hönd-
um skemmtilega ferð með fjöl-
skyldu sinni, - foreldrum og einu
systkini.
Flogið verður með Flugleiðum
og gist á góðu hóteli í Amsterdam
í viku.
Besta leiðin til að kynnast borg-
inni er að fara í siglingu um síkin
fimm sem liggja eins og skeifur
um miðborgina.
Á 17. öld var Amsterdam mikil-
vægasta verslunarborg heimsins.
Hollenskir kaupmenn sigldu um öll
heimsins höf og auðguðust vel.
Fyrir ágóðann byggðu þeir glæsi-
leg hús á síkisbökkum borgarinn-
ar. Síðan þá hefur miðborg
Amsterdam tekið litlum breyting-
um og oft er sagt hún sé í raun eitt
risastórt 17. aldar safn.
ÓTALMARGT ÁHUGAVERT
er að sjá í Amsterdam. Þar er til að
mynda Hollenska siglingasafnið og
geymir skipalíkön, gömul sjókort
og hnattlíkön, siglingatæki og skip;
málverkasöfn með myndum
Rembrandts, van Goghs og fleiri
dáðra málara; og safn um sögu
Amsterdam en þar er sýnd þróun
borgarinnar frá litlu fiskiþorpi til
stórborgar.
Amsterdam er heimaborg stór-
liðsins Ajax - eins og margir les-
endurÆskunnarvita...
KONUNGSHÖLLIN
sem reist var á miðri 17. öld, stend-
ur við Damtorg. Á torginu er jafnan
eitthvað um að vera, hljómlistar-
menn, látbragðsleikarar og fjöl-
listamenn fara á kostum og eru
verðlaunaðir af vegfarendum.
HEILLANDI ÖKULEIÐIR
Tilvalið er að leigja bíl og aka um
Holland. Á sólríkum sumardögum
er yndislegt að horfa yfir víðlenda
blómaakra í öllum regnbogans lit-
um og sjá í fjarska vindmyllu frá
fyrri öldum bæra spaðana letilega í
golunni...
SKEMMTIGARÐAR
OG SMÆKKUÐ BORG
Ekki þarf langt að leita til að kom-
ast í fjörið í fjölbreyttum skemmti-
görðum - og gaman er að skoða
eftirlíkingu borgar með ótal smá-
hýsum og öðru í smækkaðri
mynd.
Óhætt er að segja að allir í fjöl-
skyldunni finni eitthvað við sitt
hæfi í Hollandi.
(Stuðst var við upplýsingar í
bæklingi Flugleiða: Út í heim.)
æ s K a n s