Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 5
FJÖLSKYLDUFERÐ TIL AMSTERDAM L j - „FENEYJA NORÐURSINS" - er aðalvinningurinn í áskriftargetraun Æskunnar 1993. Askrifandinn, sem verður svo heppinn að hreppa þann vinning, á fyrir hönd- um skemmtilega ferð með fjöl- skyldu sinni, - foreldrum og einu systkini. Flogið verður með Flugleiðum og gist á góðu hóteli í Amsterdam í viku. Besta leiðin til að kynnast borg- inni er að fara í siglingu um síkin fimm sem liggja eins og skeifur um miðborgina. Á 17. öld var Amsterdam mikil- vægasta verslunarborg heimsins. Hollenskir kaupmenn sigldu um öll heimsins höf og auðguðust vel. Fyrir ágóðann byggðu þeir glæsi- leg hús á síkisbökkum borgarinn- ar. Síðan þá hefur miðborg Amsterdam tekið litlum breyting- um og oft er sagt hún sé í raun eitt risastórt 17. aldar safn. ÓTALMARGT ÁHUGAVERT er að sjá í Amsterdam. Þar er til að mynda Hollenska siglingasafnið og geymir skipalíkön, gömul sjókort og hnattlíkön, siglingatæki og skip; málverkasöfn með myndum Rembrandts, van Goghs og fleiri dáðra málara; og safn um sögu Amsterdam en þar er sýnd þróun borgarinnar frá litlu fiskiþorpi til stórborgar. Amsterdam er heimaborg stór- liðsins Ajax - eins og margir les- endurÆskunnarvita... KONUNGSHÖLLIN sem reist var á miðri 17. öld, stend- ur við Damtorg. Á torginu er jafnan eitthvað um að vera, hljómlistar- menn, látbragðsleikarar og fjöl- listamenn fara á kostum og eru verðlaunaðir af vegfarendum. HEILLANDI ÖKULEIÐIR Tilvalið er að leigja bíl og aka um Holland. Á sólríkum sumardögum er yndislegt að horfa yfir víðlenda blómaakra í öllum regnbogans lit- um og sjá í fjarska vindmyllu frá fyrri öldum bæra spaðana letilega í golunni... SKEMMTIGARÐAR OG SMÆKKUÐ BORG Ekki þarf langt að leita til að kom- ast í fjörið í fjölbreyttum skemmti- görðum - og gaman er að skoða eftirlíkingu borgar með ótal smá- hýsum og öðru í smækkaðri mynd. Óhætt er að segja að allir í fjöl- skyldunni finni eitthvað við sitt hæfi í Hollandi. (Stuðst var við upplýsingar í bæklingi Flugleiða: Út í heim.) æ s K a n s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.