Æskan - 01.01.1993, Síða 8
MARGT TIL
LISTA LAGT
I
Höfundur verðlaunasögunnar í
samkeppni Æskunnar, Flug-
leiða og Barnaritstjórnar Rík-
isútvarpsins er Helga Sigríður
Þórhallsdóttir 11 ára. Hún á heima
í Hólmgarði 50 í Reykjavík og er í
Hvassaleitisskóla.
Helga Sigríður fæst við margt.
Að því komst ég þegar ég hringdi
til hennar snemma í janúar og
spurði hvað hún gerði helst annað
en að sinna skólanum og semja
góðarsögur...
„Ég hef lært á fiðlu í fimm ár og
píanó í tvö ár í Tónskóla Sigur-
sveins. Ég er með annað stig í
fið[unáminu.“
- Áttu fleiri áhugamál?
„Eg hef verið í Dansskóla Heið-
ars Ástvaldssonar í fimm eða sex
ár og lært samkvæmisdansa, - og
sungið í Barnakór Grensáskirkju
frá því að hann var stofnaður fyrir
þremur árurn."
- Hafið þið farið í söngferða-
lag?
„Ekki enn þá en það verður far-
ið til Ítalíu í sumar eða á næsta
ári.“
- Hvers konar tónlist þykir þár
skemmtilegust?
„Gömul lög, sígild verk - ekkert
eitt sérstakt.“
- Þú kemst tæpast yfir fleira
en að sinna þessu ...?
„Jú, jú, til dæmis að safna frí-
merkjum. Maður, sem við þekkj-
um og á heima í Þýskalandi, gaf
mér frímerkjasafn. Eg fæ frímerki
af bréfum frá skyldfólki mínu sem
er búsett erlendis."
- Hefur þú samið margar sög-
ur?
„Nei, ekki mjög. Ég samdi sög-
una um Aðalbjörgu og svöluna
sem verkefni í skólanum. Þegar ég
las um keppnina í Æskunni datt
mér í hug að senda hana.“
- Hefur þú lesið mörg ævin-
týri?
„Ég les alls konar sögubækur
og líka þjóðsögur og ævintýri úr
safni Jóns Árnasonar."
- Áttu systkini?
„Ég á sjö ára bróður, Jósep
Birki, og sex mánaða systur, Mar-
gréti Þórhildi."
- Þú verður líklega að gæta
þess að vekja ekki litlu systur
þegar þúæfir þig...
„Já, ég spila helst bara þegar
hún er vakandi!"
Æskan óskar Helgu Sigríði
til hamingju með söguna og
verðlaunin - Lúxemborgarferð
í vor.
Einu sinni var stúlka sem
hét Aðalbjörg. Hún útti
heima hjú öldruðum
hjónum, því að bæði
mamma hennar og pabbi
voru dúin. Kerlingin stjómaði
henni meb harðræði og lét
hana vinna öll verkin, bæði
utan húss og innan.
Aðalbjörgu þótti alltaf best
að dveljast í garðinum bak
við húsib. í einu homi garðs-
ins stóð stórt tré og við hlið
þess var steinn þar sem Aðal-
björg sat oftast í tómstundum
sínum. í einni af efstu grein-
um trésins útti svala sér hreið-
ur. Aðalbjörg talaði oft við
hana og sagbi henni frú sorg-
um sínum. Svalan og Aðal-
björg urbu með tímanum
mestu mútar.
Eitt sinn vildi svo til að það
kviknaði í hjú núgrönnum
hjónanna og var Abalbjörg
sökuð um að hafa kveikt í.
Þegar hún var dregin fyrir
dóm og neitaöi var hún
dæmd til að sitja í gapastokki
bæjarins í tvo sólarhringa.
Þaö var ekki gaman að þurfa
að sitja þarna og lúta fólk
hæðast að sér og hlæja.
Loks þegar henni var sleppt
og hún ætlaði að fara heim til
hjónanna og leggjast í bælið
sitt sú hún að þar lú einhver.
Þegar hún gúði betur að só
hún að það var litli drengur-
inn núgrannanna sem lú þar.
Hjónin höfðu þú tekið að sér
að hýsa fólkið ú meðan verið
var að endurbyggja hús þess.
Hún fór fram í borðstofu og
lagðist þar með teppi á gólfið
og sofnaði.
Hana dreymdi undarlegan
draum. Hana dreymdi að
hún væri að draga mann upp
úr vatni. Hann þakkaði henni
margsinnis fyrir og bauö
8 Æ S K A N