Æskan - 01.01.1993, Síða 16
maður. Það er í raun Steinari J.
Lúðvíkssyni aðalritstjóra Fróða að
þakka að ég gerðist blaðamaður
og fór að skrifa baskur."
- Hvers konar viðtöl finnst þér
skemmtilegast að taka?
„Mér þykir í rauninni flest mjög
skemmtilegt við blaðamennskuna,
hvort sem maður er að tala við
börn, unglinga, fullorðið fólk eða
gamalmenni. Hvert viðtal hefur
sína töfra og það sem er gaman
við þetta er að maður er að læra
eitthvað nýtt á hverjum degi, hvern
sem maður talar við. Blaða-
mennskan gerir það að'verkum að
maður kynnist mjög mörgum og
öðlast víðtæka reynslu sem kemur
að notum seinna meir.“
PIKKAÐI í BAKIÐ Á
RUUD GULLIT...
- Hvað finnst þár skemmtileg-
ast við blaðamennskuna?
„Fjölbreytnin. Eina vikuna er
maður staddur í Chicago að skrifa
um borgina og fara á körfubolta-
leik. í næstu viku skreppur maður
til Grindavíkur og fer á sjó og talar
við sjómenn. Nokkrum dögum síð-
ar er maður að tala við íþrótta-
mann o.s.frv. Þetta er það sem
blaðamennskan býður upp á og
hún gefur innsýn í flesta þætti
mannlífsins."
- Hvert er eftirlætisviðtalið
þitt?
„Mér þótti mjög gaman að fara
til Ítalíu að tala við Ruud Gullit.
Það var bæði erfitt og eftirminni-
legt vegna þess að það var ekki
búið að láta hann vita að ég væri á
leiðinni frá íslandi til að taka viðtal
við hann. Ég var búinn að fá vilyrði
fyrir viðtali en þegar ég kom til
Ítalíu og pikkaði í bakið á honum
þá hafði hann ekki hugmynd um
hvaðan ég kæmi eða að ég ætti að
fá viðtal. Hann tók mér samt vel.
Maður hefur tekið mörg eftir-
minnileg viðtöl og ég vil ekki gera
upp á milli þeirra. En þetta var
skemmtilegt samtal."
- Skrifaðirðu í skólabiöð þeg-
ar þú varst ungur?
—„Nei, ég var gjörsamlega
sneyddur öllu því sem kallast
skriftir, hugmyndaflug og því að
skapa eitthvað. Það hefði aldrei
hvarflað að mér að ég ætti eftir að
gerast blaðamaður eða skrifa bæk-
ur.“
- Hvað myndirðu helst ráð-
leggja krökkum sem vilja ger-
ast íþróttamenn eða blaða-
menn?
„Ég ráðlegg krökkum að kynn-
ast ýmsum íþróttagreinum á með-
an þeir geta vegna þess að fjöl-
breytnin skilar sér alltaf seinna
meir. Það er ágætt að vera í
nokkrum greinum fram til 17-18
ára aldurs og þá einbeita sér að
einni grein.
Blaðamennskan er mismunandi
eftir því hvort unnið er á dagblaði
eða við tímarit. Það sem mér
finnst skipta mestu máli er að vera
vandvirkur, undirbúa sig vel og
kynna sér það sem maður skrifar
um og þann sem á að tala við, ekki
bara mæta og forvitnast á staðn-
um. Svo er líka ágætt að lesa það
sem aðrir hafa gert og læra af því
vegna þess að það er hægt að taka
viðtöl á svo marga vegu og setja
þau upp á margvíslegan hátt. í
báðum þessum greinum er öll
reynsla af hinu góða.“
KRAKKARÁ GÖTUNNI
GEFA MÉR HUGMYNDIR
- Leiddi blaðamennskan út í
bókaskriftir?
„Að vissu leyti held ég að hún
hafi gert það því að ég fann smám
saman þegar ég var að taka viðtöl
og skrifa greinar að ég hafði gam-
an að því að segja ýmislegt frá eig-
in brjósti t.d. í inngangi að viðtöl-
um. Þá kviknaði sú hugmynd hjá
mér að ég gæti ef til vill skrifað
bækur eins og aðrir. Mér fannst
vanta fyrir unglinga bækur sem
fjölluðu um íþróttir og heilbrigði
og fleira í þeim dúr. Þess vegna
langaði mig til að prófa að skrifa
bók. í rauninni má segja að blaða-
mennskan hafi leitt til þess að ég
fór að skrifa bækur.
Það er heldur ekkert leyndarmál
að ég hef áhuga á andlegum mál-
um og þegar maður fer að hugsa
um tilganginn með lífinu og til
hvers við erum á þessari jörð þá
opnast ákveðin skilningarvit og um
leið fer maður að kafa ofan í sjálf-
an sig og spyrja hver maður sé og
til hvers lífið sé. Hugmyndir
kvikna."
- Hvaðan færðu hugmyndir í
bækurnar?
„Ég fæ hugmyndir alls staðar
og hvergi. Ég fer í bíó. Ég tala við
þig. Ég fer út að labba. Ég les
blöðin. Ég horfi á sjónvarp ... Hug-
myndirnar koma hvenær sem er.
Þess vegna er ég alltaf með litla
bók á mér og skrifa allar hug-
myndir strax hjá mér því að annars
myndi ég gleyma þeim. Ég dagset
ailar hugmyndir og skrifa í hvaða
bók þær eiga að fara. Ég er yfirleitt
að safna efni í nokkrar bækur í
einu. Ómeðvitað er ég alltaf að
leita að hugmyndum, hvort sem ég
er að vinna eða horfa á sjónvarp-
ið.“
- Hvað með persónurnar í
bókunum. Eru þær til í raun og
veru?
„Nei, þær eru allar búnar til.
Þetta eru ekki vinir mínir eða aðrir
sem ég þekki. Samt er eitt og eitt
atvik eða ein setning úr veruleikan-
um og ég spinn í kringum það.“
- Hvaðan færðu hugmyndir um
krakkana?
„Ég sé krakka úti á götu og þeir
gefa mér kannski hugmyndir um
útlit en til að móta persónu legg ég
höfuðið í bleyti og reyni að hafa
hana eftirtektarverða og eftirminni-
lega.“
FORRÉTTINDI AÐ GETA
SKRIFAÐ BÆKUR
- Ætlarðu að semja framhald
af Bak við bláu augun?
„Ég geri ekki ráð fyrir því. Sum-
um finnst vanta síðasta kaflann í
bókina en ég vil hafa bækur þannig
að lesandinn geti nokkurn veginn
ráðið endinum sjálfur."
- Hvað finnst þér um viðtök-
urnar?
„Viðtökurnar hafa verið frábær-
ar og ég er mjög þakklátur þeim
sem lesa bækurnar. Ég hef alltaf
sagt að góð bók sé besta auglýs-
ingin fyrir næstu bók. Ég geri mér
grein fyrir því að ég get aldrei
skrifað bækur sem öllum líka. Sú
bók, sem allir hafa gaman af, er