Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1993, Side 20

Æskan - 01.01.1993, Side 20
SKIPTINEMAR Kæra Æska! Mig sárvantar upplýsingar. Ég hef verið að velta svo mörgu fyrir mér að undanförnu að höfuðið á mér er að springa. Hvað kostar að gerast skiptinemi i Englandi eða Ví- etnam? Hve gamall þarf maður að vera til að geta farið utan sem skiptinemi? Hvað gerir maður annað sem skiptinemi en að gæta barna? Kærar þakkir fyrir fróð- leiksmolana og veggmyndina með Queen. Queen-aðdáandi. Svar: Skiptinemasamtökin AFS (= Alþjóðleg fræðsla og sam- skipti; s. 25450) starfa á ís- landi - og í 54 öðrum löndum. Á vegum samtakanna fara 123 íslensk ungmenni til útlanda á þessu ári - líklega til 25 landa. 30 fara í janúar til landa á suðurhveli en 93 í ágúst víða um norðurhvel. Dvalist er eitt ár erlendis. Þátttökugjald er 5100 Bandaríkjadalir (dollarar). Það samsvarar (í janúar 1993) um 330.000 íslenskum krónum. Samtökin annast greiðslu alls kostnaðar - fargjalda, dvalar- kostnaðar, skólagjalda - en skiptinemar hafa með sér vasapeninga. Á hverju ári sækja fleiri um að fara sem skiptinemar en unnt er að senda. Þeir sem á- huga hafa sækja gjarna um þegar þeir eru fimmtán ára og fara sextán ára - því að þeir þurfa að undirbúa sig á marg- an hátt. Sumir fara þó sautján eða átján ára - og hafa þá sótt um ári yngri en það. Ekki er unnt að senda skiptinema til Víetnams - hins vegar til Malasíu, Indónesíu og Japans - og væntanlega til Suður-Kóreu á næstunni. Skiptinemasamtökin ASSE- ísland (s. 24617) eru deild í al- þjóðlegu samstarfi. Á vegum þeirra fara árlega 120-150 ung- lingar til dvalar erlendis. Þeir sem áhuga hafa sækja um þegar þeir eru í 10. bekk grunnskóla, 1. eða 2. bekk í framhaldsskóla. Leggja þarf fram umsókn (- ritgerð um- sækjanda um sjálfan sig, um- sögn kennara, einkunnir, myndir) og fara í viðtal á skrif- stofu samtakanna. Haldin eru tvö námskeið fyrir ferðalang- ana og er annað um helgi en hitt einn dag. Unnt er að fara til fjórtán landa og ráða skiptinemarnir hvert þeir halda. (Löndin eru: Bandaríkin, Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland og Japan; Norð- urlönd - og nokkur önnur lönd í Vestur-Evrópu) Fjölskyldur, sem þeir dveljast hjá, velja þá eftir upplýsingum sem gefnar eru. Fyrir dvöl í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu eru greiddar 290-300 þúsund krónur - en i Japan 407 þúsund. Skiptinemar starfa ekki við að gæta barna. Þeir stunda nám í gistilandinu. Samtökin Alþjóðleg ung- mennaskipti (AUS - s. 24617) starfa í 26 löndum. Á hverju ári fara 17 íslendingar á aldrinum 18-27 ára, flestir um tvítugt, til útlanda á vegum þeirra - og koma 17 erlend ungmenni hingað. Kostnaður er um 300.000 kr. Dvölin hefst með tungu- málanámskeiði í 2-4 vikur en síðan stunda ungmennin vinnu í tíu mánuði - flest við félagsleg störf. (Spurningar sem tengjast hljómsveitinni Queen voru af- hentar umsjónarmanni Popp- þáttarins) SJÓNVARPSÞÁTTUR KRAKKA FYRIR KRAKKA Hæ, Æskupóstur og lesendur! Við erum tvær vinkonur úr Reykjavík sem fengum þá hug- dettu að gera sjónvarps- eða út- varpsþátt fyrir krakka á öllum aldri en einkum krakka sem finnst þeir ekki nógu sjálfstæðir. Við viljum hjálpa þeim sem lagðir eru í einelti, er strítt eða þeir skildir útundan vegna klæða- burðar, stærðar, þroska og af ýmsum öðrum ástæðum. Okkur vantar tvo eða þrjá krakka (stelpur og stráka) til að láta þetta verða að veruleika. Við viljum gjarna fá til liðs við okkur þá sem hafa einhverja reynslu af að koma fram. Við biðjum ykkur um að lýsa ykkur sjálfum og við- horfum til lífsins og æskuáranna. Mynd má gjarna fylgja - og við þurfum upplýsingar um aldur. Við erum báðar fæddar 1981. Hringið til okkar eða skrifið. Fífa Sigfúsdóttir, s. 12564, Njarðargötu 25, 101 Reykjavík. Myrra Leifsdóttir, s. 622252, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík. LEIKLIST - ERLENDIR PENNAVINIR Kæra Æska! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Ég er fimmtán ára og hef mikinn áhuga á leiklist en veit ekki hvar ég get lært að leika. Ég hef hringt viða en ekki frétt af neinum námskeiðum. Veist þú um námskeið? 2. Viltu kynna leikarann Ric- hard Grieco - og birta heimilis- fang aðdáendaklúbbs hans? 3. Getur þú birt póstfang hjá ítölsku tímariti sem birtir beiðni um pennavini? Að lokum þakka ég gott og skemmtilegt blað. Leikarinn. Svör: 1. Kramhúsið, Skólavörðu- stíg 12 í Reykjavík, s. 15103, efnir til leiklistarnámskeiða fyrir börn og unglinga (7-9, 10- 12 og 13-15 ára). Námskeiðin eru í þrjá mánuði, einu sinni í viku (- fyrir 13-15 ára kl. 18- 19.30 á mánudögum). Kennar- ar eru Harpa Arnardóttir og Þórey Sigþórsdóttir leikkonur. Þær hafa kennt hjá Kramhús- inu í nokkur ár. Leiðbeint er í framsögn og meðferð texta - og gjarna unn- ið í „spuna “ með ýmiss konar hugmyndir. Farið er á æfingar 2 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.