Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 33

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 33
 Umsjón: Óskar Ingimarsson VAFNINGSPLONTUR ó hreyfigeta plantna sé næsta lítil, miðað við það sem gerist í dýrarík- inu, nota þær ýmsar aðferðir til að bjarga sér. Oftar en hitt eru þær þá að bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, svo sem miklum þurrki, bleytu, birtu og myrkri, vindi, hita og kulda, jafnvel mengun. Þetta gengur að vísu misjafnlega og sumar plöntur eru viðkvæmari en aðrar, á sama hátt og tegundir í dýraríkinu. Hér verður ekki fjallað um þennan þátt í lífi plantna, þó að freistandi væri, heldur plöntur sem „hreyfa sig“ með nokkuð sérstæðu móti til að fá stuðning af því sem næst þeim er, jafnt lifandi og dauðu. Þessar tegundir skipta nokkrum þúsund- um og eru ýmist nefndar klifur- eða vafn- ingsplöntur. Stöngull þeirra er svo grann- ur og veikbyggður að þær geta ekki hald- ið sér uppréttum af sjálfsdáðum. En þeim er nauðsynlegt að fá birtu til að þrífast og verða því að hafa einhver ráð. Þær vefja sig um trjágreinar eða aðrar plöntur eða klifra upp trjástofna og bergveggi. Til þess hafa þær ýmiss konar festibúnað á stönglum, blöðum, blaðsprotum eða rót- um. Oft eru það hár með límkenndu efni og stundum krókum. Flestar tegundir af þessu tagi eru í regnskógum og annars staðar í hitabelt- inu. Þær sem klifra í trjám ganga undir alþjóðaheitinu „líönur“ og geta klifur- stönglar þeirra orðið býsna gildir eins og við höfum stundum séð á Ijósmyndum eða kvikmyndum úr frumskógi. Þar sem mikið er um vafningsplöntur í lággróðri geta þær myndað slíka flækju að erfitt er að komast leiðar sinnar. Ekki eru það að- eins jurtkenndar plöntur sem klifra; sum tré eiga það líka til. Þekktir eru svonefndir klifurpálmar, þeirra á meðal körfupálmi eða rattan sem vex einkum á Malakka- skaga og er mikil nytjaplanta, bæði hafð- ur til smíða og í tágar þegar körfur eru fléttaðar. Humall er einna kunnastur af vafn- ingsplöntum í Evrópu. Hann vefur sig utan um trjástofna og greinar, alltaf með hægri vindingi, og hefur festikróka til að halda sér. Hægt er að fá hann til að klifra upp húshliðar ef hann fær net eða rimla sér til stuðnings. Erlendis má víða sjá humal þekja veggi húsa og sums staðar er hann svo þéttur að naumast sér í hús- ið sjálft. Margar ertuplöntur vefja sig um grös eða aðrar jurtir sem næstar þeim eru. Ein þeirra er umfeðmingur sem vex m.a. hérlendis. Nafnið segir raunar til um „hátterni" hans. Bæði hann og skyldar tegundir nota gripþræði til að festa sig. Bergflétta er þekktur klifurrunni og ræktuð hér. Hún hefur festirætur á grein- unum og getur jafnvel klifrað upp þver- hnípta kletta en henni gengur betur að komast upp húsveggi ef vírnet eða spott- ar eru settir þar henni til „halds og trausts". Erlendis eru gamlar kastalarúst- ir oft beinlínis þaktar bergfléttu. Augljóst er að ekki eru allar plöntur eins illa settar og burnirótin litla í kvæði Páls J. Árdals sem sagði: „Berðu mig til blómanna í birtu og yl.“ Bergflétta Æ S K A N 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.