Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1993, Qupperneq 50

Æskan - 01.01.1993, Qupperneq 50
„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðarbraut, enminning þess víst skal þóvaka.“ V.B. r Eg vil byrja nýtt ár á því að óska ykkur öllum gæfuríks komandi árs. Nú er enn eitt árið liðið og allt það sem við höfð- umst að í fyrra er einungis til í myndabók fortíðarinnar. Upphafsorðin eru úr þekktum sálmi eftir Valdimar Briem. Hann er sunginn í upphafi hvers árs í sjónvarpi, útvarpi og kirkjum landsins. Já, árið er liðið og það kemur aldrei til baka en allt það sem við gerðum stendur skráð í lífsins bók. Lífinu hefur verið líkt við lestur góðrar bókar. Heimskur maður les hana hratt og ilia en hygginn mað- ur les hana vel og gaumgæfilega því að hann veit að hann fær ein- ungis eitt tækifæri til að lesa hana. Besti dagurinn í lífi þínu er ef til vill dagurinn í dag. Notaður hann því vel. [ þessu blaði fáum við að kynn- ast Kim sem var mjög glöggur og eftirtektarsaamur og það reyndist honum oft vel. ÆVINTÝRI KIMS ■■■■■ Saga Rudyards Kiplings um Kim er ágætt dæmi um hvað skáti getur afrekað. Kim eða Kimball O’Hara, eins og hann hét fullu nafni, var sonur liðþjáifa við írska herdeild í Indlandi. Hann missti foreldra sína barn að aldri en var falinn umsjá móðursystur sinnar. Leiksystkini hans voru börn þarlendra manna og því lærði hann að tala mál þeirra og kynnt- ist venjum þeirra. Kim tók ást- fóstri við farandprest einn og ferð- aðist með honum um allt norðan- vert Indland. Dag nokkurn bar svo við að hann rakst af tilviljun á herdeild þá er faðir hans hafði starfað við. Deildin var á hergöngu en þegar Kim fór til að heilsa upp á her- mennina í búðunum var hann handtekinn, grunaður um þjófnað. Skírnarvottorð hans og önnur skjöl fundust á honum og þegar kom úr kafinu að hann var einn úr þeirra hópi tóku þeir hann að sér og komu honum til mennta. En í hvert skipti sem Kim fékk frí klæddi hann sig að hætti Indverja og um- gekkst þá eins og hann væri einn úr þeirra hópi. Áður en langt um leið komst Kim í kynni við mann einn er Lurg- an hét og verslaði hann með gamla skartgripi og aðra sjaldséða muni. Lurgan þessi, sem var þaul- kunnugur þarlendum mönnum, var líka í njósnadeild stjórnarinnar. Þegar hann komst að raun um að Kim var gagnkunnugur venjum og háttum Indverja sá hann að hann gat orðið leyniþjónustunni til mikils gagns. Þess vegna fór hann að þjálfa athyglis- og minnisgáfur piltsins en slíkt er mjög mikils- verður liður í þjálfun njósnara (herskáta). ÞJÁLFUN KIMS -—i Lurgan byrjaði á því að sýna Kim fullt trog af dýrmætum stein- um ýmissa tegunda. Hann lofaði honum að horfa á þá í eina mín- útu, breiddi svo dúk yfir trogið og sagði honum að geta sér til um hve steinarnir væru margir og hverrar tegundar. í fyrstu gat Kim aðeins munað fáar tegundir og ekki lýst þeim ýkja nákvæmlega en að fenginni dálítilli reynslu mundi hann allt með ágætum. Og sama var að segja um ýmislegt annað sem honum var sýnt í þessu skyni. Eftir mikla, alhliða þjálfun kom að því að Kim var skipaður í leyni- þjónustuna og fékk leynimerki - nefnilega spjald eða nisti sem bera átti um hálsinn og kenniorð sem sannaði að hann væri í leynilög- reglunni ef sagt var á vissan hátt. (Úr bókinni Skátahreyfingunni eftir Bade Powell) KIMSLEIKIR —■ Til eru ýmiss konar athyglisleik- ir sem skátar kalla einu nafni Kimsleiki. Hér eru tveir þeirra: HVAÐA HLUTIR? — Nokkrir ólíkir hlutir eru settir á borð og dúkur breiddur yfir. Þátt- takendur fá síðan að skoða hlutina í 30 sekúndur. Síðan er breitt yfir hlutina á ný. Þátttakendur fá nú 3- 5 mínútur til að skrifa hjá sér hvaða hluti þeir sáu. Þennan leik er hægt að nota hvort sem er sem keppni milli einstaklinga eða flokka. HVAÐ HEFUR BREYST?" Fjórir skátar / fundarmenn eru látnir fara fram (út af fundinum) og breyta sér, til dæmis skipta á fötum, breyta um hárgreiðslu o.s.frv. Síðan koma þeir inn aftur og hinir skátarnir/fundarmennirnir segja hvað hefur breyst. S 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.