Æskan - 01.01.1993, Page 56
Jordan notaði sama skólabíl og
Donnie en hann var samt meira
með Mark, yngri bróður hans
(Marky Mark). Þeir voru og eru
góðir vinir og mikið saman. Donni
skipti sér ekki mikið af Jordan. En
hann var vanur að ganga beint að
honum í skólabílnum, klípa í kinn-
arnar á honum og segja:
„Ó, Jordan, þú ert svo sætur!“
Jordan byrjaði sex ára að
syngja með kirkjukórnum. Hann
þurfti ekki að taka inntökupróf af
því að kórstjórinn, Herb Petersen,
var góður vinur Knight-fjölskyld-
unnar og hann vissi að strákur gat
sungið.
Dag einn þegar Jordan var úti á
götu með nokkrum vinum sínum
kallaði Donni í hann. Þeir höfðu
ekki talað saman frá því í grunn-
skóla. Donni spurði hvort hann
hefði áhuga á að fara í söngpróf
hjá manni sem héti Maurice Starr
(en hann var þekktur í Boston).
Hann væri að leita að ungum og
efnilegum strákum í hljómsveit.
Jordan var fyrst í vafa en tók þó
boðinu. Maurice lét hann syngja
lagið „Be My Girl,“ (Verfu stúlkan
mín). Og viti menn: Hann komst
að!
Salóme Sigurðardóttir, Bolungarvík:
GAMALT OG NÝTT
JORDAN KNIGHT
fæddist 17. maí 1970 í sjúkra-
húsinu í Worchester í Massachu-
settsríki. Hann átti fyrst heima hjá
fjölskyldu sinni í Westwood, hverfi
í Boston.
Móður hans, Marlene, langaði
til að eitt barna hennar bæri nafn
sem sameinaði hin tvö opinberu
tungumál Kanada (þaðan sem hún
er ættuð), ensku og frönsku. Hann
var sjötta barnið í fjölskyldunni.
Hin báru öll ensk nöfn. Hann var
því skírður Jordan Nathaniel
Marcel Knight.
Jordan var mjög tengdur systk-
inum sínum, leitaði t.d. alltaf til
Jónatans ef hann fann til einmana-
leika. Þegar hann var mjög ungur
var hann mikið með Davíð - og
einnig um tíu ára aldur. Þeir léku
knattspyrnu saman og hlustuðu á
sömu tónlist. Þegar hann varð tólf
ára fór hann að vera meira með
Kristófer. Þeir áttu sömu vini og
mörg sameiginleg áhugamál.
Jordan er að eðlisfari líkur Alli-
son systur sinni. Þau eru bæði dá-
lítið feimin. En þegar hann stígur á
svið fyrir framan 15.000 manns
framkvæmir hann allt sem honum
dettur í hug - án þess að hugsa
fyrst.
Hann var tiltölulega lágvaxinn á
yngri árum. Margir segja að hann
hafi litið út eins og stelpa; með
sítt, hrokkið hár og bollukinnar.
Þegar hann kom í verslanir vissi
fólk stundum ekki hvort það átti að
kalla hann strák eða stelpu!
Öll Knight-fjölskyldan hefurver-
ið í W.M. Trotter grunnskólanum í
Roxbury. í honum er nemendur af
öllum kynþáttum - eins og mörg-
um skólum í Boston. Jordan segir
að það skipti hann ekki neinu máli
af hvaða kynþætti þeir eru sem
hann umgengst. Kristófer uppeld-
isbróðir hans er blökkumaður.
6 0 Æ S K A N