Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Síða 13

Æskan - 01.04.1993, Síða 13
UR LJOÐAKEPPNINNI STRIÐ Sprengjur falla d varnarlaust fólk. Líka börn. Allir eru hlaupandi. Hvar er skjól? Börn liggja blóðug á götum. Fólk hrópandi inni í húsum sem standa í björtu bóli. Hvers vegna er ekki hægt að semja í stað þess að drepa? Hvers vegna er saklausu fólki blandað í mdlið? Jd, hvers vegna? Gimnhildur Erla Vilbergsdóttir 13 ára. LJOSIÐ Ég sd ekkert nema myrkrið sem huldi jörðina. Ég heyrði ekkert nema þögnina sem skar í eyrun. TIL ÖMMU Ég finn yl frd brosi þínu gg veit af þér er móti blæs. Ég engin takmörk upphaf eða endi finn. Þú ert einfaldlega vinur minn. Alltaf kemur að því hvernig sem lífið veltist að aðstæðurnar breytist. Þd er maður oft einn. Þd er gott að finna mjúka öxl og faðmlag hlýtt. Ekki kröfur bara brosið blítt þd lagast allt. Hákon Freyr Friðriksson 11 ára. Þar til ég sd ljósið, von fæddist í brjósti mér og ég heyrði óm hamingjunnar. Berglind Halldórsdóttir 12 ára. (Höfundarnir fengu aukaverölaun fyrir þessi ljóð í samkeppni Æskunnar, Flugleiða og Ríkisútvarpsins 1992).

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.