Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 20
ÆSKU
PÓSTUR
Pósthólf 523 -
121 Reykjavík
Af> SVARA
BRÉFUM
Kæri Æskupóstur!
Fyrst vil ég þakka fyrir gott blað.
Mig langar til að biðja þig að
birta þetta:
Mér finnst að krakkarnir, sem
senda bréf í pennavinadálkinn, eigi
að svara manni þegar maður skrif-
ar þeim. Ég hélt að þeir væru að
leita að pennavinum. Ég hef skrif-
að mörgum en enginn hefur sent
bréf til baka.
Ég vil líka biðja um veggmynd af
Whitney Houston og fróðleiksmola
um hana.
Ein sem kvartar.
Svar:
Við tökum undir áskorun þína
um að bréfum sé svarað. Það er
almenn kurteisi sem við vonum
að allir sýni. Það gildir lika þó
að sá sem óskaði eftir penna-
vinum hafi þegar eignast svo
marga sem hann vill skrifast á
við. Þá segir hann einungis frá
því - og þakkar fyrir bréfið!
Fimm ár eru siðan veggmynd
af Whitney fylgdi Æskunni. Að
undanförnu hafa borist mjög
margar beiðnir um slika mynd.
Við ákváðum að verða við þeim.
Hér er líka heimilisfang eins
af aðdáendaklúbbum hennar:
Whitney Houston - c/o Ariola,
Steinhauser Str. 3 - 8000
Miinchen 80, Þýskalandi.
Af> NOTA ALLTAF
HJÁLM
Kæra Æska!
Mig langar til að segja þér dálít-
ið og vona að allir læri af því.
Það var sunnudagur. Klukkan
var hálfsjö að kvöldi. Ég var að
koma úr ferðalagi. Ég leit út um
gluggann og sá að vinkonur mín-
ar voru að hjóla niður nýja veginn.
Þær höfðu skipt um hjól. Þær voru
níu og tíu ára.
Stuttu seinna hringdi síminn.
Mér var sagt að önnur þeirra hefði
dottið af hjólinu, fótbrotnað og
meiðst á höfði. Næsta dag var
sagt frá því í skólanum að hún
væri illa slösuð. Að kvöldi þriðja
dagsins var hringt heim og sagt
að hún væri dáin.
Ég sakna hennar afar sárt.
Ég skora á alla sem eru á reið-
hjólum að nota olnbogahlífar, fóta-
hlífar og ekki má gleyma hjálmin-
um sem er alltaf nauðsynlegur.
Drön.
EKKI ALLTAF
SÖNGVARA
Kæra Æska!
Verða þættirnir, Leiðin til Avon-
lea, sýndir aftur í sjónvarpinu?
Viltu birta veggmynd af Söru
Polley leikkonu? Ég er mikill að-
dáandi hennar.
Viltu hafa veggmyndir þannig
að ekki séu alltaf söngvarar á
þeim?
Adam og Eva er skemmtileg
teiknimyndasaga.
Þökk fyrir gott blað.
Andrésína.
Svar:
Ný þáttaröð hefur göngu sína
í sjónvarpinu 4. júli nk. Þá verða
sýndir 12 þættir. Fjórði hlutinn
verður væntanlega á dagskrá
síðar - en ekki hefur verið
ákveðið hvenær. Verið er að
kvikmynda hann.
Við getum ekki lofað að birta
veggmynd af Söru - en geym-
um bréfið.
Á veggmyndunum eru ekki
alltaf söngvarar - en oft eru á
þeim hljómlistarmenn því að
mest er beðið um myndir af
þeim.
PENNAVINIR A
CRÆNLANDI
Kæri Æskupóstur!
Er Æskan hætt að hafa leikara-
kynningu? Vonandi ekki!
Ég vil spyrja lesendur Æskunn-
ar hvort þeir þekki ekki einhverja
grænlenska krakka sem vildu skrif-
ast á við mig. Ef svo er, skrifið mér
þá!
Lilja Arnlaugsdóttir,
Háengi 5, 800 Selfossi.
Svar:
Þú hefur eflaust þegar lesið
þáttinn Leikarakynningu í 3. tbl.
1993 - og kannski í þessu blaði
lika. Hér er einnig sagt frá leik-
urum - eins og oftast er iÆsku-
pósti...
EKKI ÞESSI
STÍCVÉL
Halló, kæra Æska!
Getur þú ekki birt fleiri vegg-
myndir af Queen og Bítlunum en
fylgt hafa blaðinu?
Ég sendi þér líka skrýtlu:
Óli litli kom grátandi til kennar-
ans að lokinni kennslustund og
sagði að einhver hefði tekið stíg-
vélin sín.
Kennarinn fór fram og leitaði en
fann einungis ein stígvél.
„Ertu alveg viss um að þú eigir
ekki þessi stígvél, Óli minn?“
spurði hann.
„Já, mín stígvél voru snjóug
þegar ég kom,“ sagði Óli.
Hermundur.
Svar:
Við látum þær veggmyndir
nægja að sinni. - Þökk fyrir
skrýtluna.
% $
m-
65
EYÞOR OC
KNATTSPYRNU-
FÉLÖC
Kæra Æska!
Þökk fyrir skemmtilegt blað.
Væri hægt að fá veggmynd af Ey-
þóri Arnalds eða viðtal við hann?
Getur þú sagt mér hver eru
heimilisföng aödáendaklúbba
knattsþyrnufélaganna Inter Milan á
Ítalíu og Monaco í Frakklandi?
Þorsteinn.
Elsku besti Æskupóstur!
Getur þú sagt mér hvort til er
aðdáendaklúbbur Marco van
Bastens, hollenska landsliðsins í
knattspyrnu og ítalska liðsins AC
Milan?
Einlœgur aðdáandi
van Bastens.
Svör:
Eyþór var ásamt félögum sín-
um i Todmoþile á veggmynd
sem fylgdi 1. tbl. 1992. Beiðni
um viðtal verður höfð i huga.
Við höfum fengið skrá yfir
heimilisföng fyrstu deildar knatt-
spyrnufélaga í Evrópu 1992-
1993. Vonandi svarar starfsfólk
þeirra spurningum um aðdá-
endaklúbba.
Internazionale Milano F.C.,
Piazza Duse 1, 1-20122
Milano,ítalíu.
A.S. Monaco - Stade Louis II,
7, av. des Castellans, MC-
98000 Mónakó.
A.C. Milan, - Via Turati 3,
1-20121, Milano, Ítalíu.
Hér fylgja póstföng nokkurra
annarra vinsælla liða...
R.S.C. Anderlecht,
Monsieur Roger Vanden
Stock, Av. Théo Verbeeck 2,
B-1070 Bruxelles, Belgíu.
Manchester United - Old
Trafford, GB-Manchester M16
ORA, Englandi.
Arsenal - Arsenal Stadium,
Highbury, GB-London N5 1BU,
Englandi.
Aston Villa- Villa Park, Trinity
Road, GB-Birmingham B6 6HE,
Englandi.
VfB Stuttgart, Mercedes-
strasse 109, W-7000 Stuttgart
50, Þýskalandi.
FC Bayern Munchen -
Sábener Str. 51, W-8000
Múnchen 90, Þýskalandi.
Real Madrid C.F. -Av. Concha
Espina 1,
E-28036 Madrid, Spáni.
F.C. Barcelona - Arístides
Maillol s/n, E-08028 Barcelona,
Spáni.
Juventus F.B.C. - Piazza Cri-
mea 7,1-10131 Torino, italíu.
ALÞJODLEG
SVARMERKI
Sæll, Æskupóstur!
Viltu birta eitthvað með Charlie
Sheen, Sean Astin og Andrew
Shue. Eru til aðdáendaklúbbar
2 0 Æ S K A N