Æskan - 01.04.1993, Side 39
POPPHÓLFId
BRYAN ADAMS OG
SINÉAD O’CONNOR
Kaera Popphólf!
Ég hef ekki skrifað áður en get-
ið þið fjallað um Bryan Adams og
Sinéad O’Connor. Mér finnst þau
svo góð.
Bless,
Stefán Kristjánsson,
Reynimel 78 a.
Kæra Popphólf!
Gætirðu haft grein um Bryan
Adams?
Aðdáandi.
Svar:
Kanadiski söngvarinn og grtar-
leikarinn Bryan Adams fæddist
5. nóvember 1959. 17 ára stofn-
aði hann hljómsveitina Sween-
ey Todd. Ári siðar náði hann að
selja heimsfrægum rokkurum
sönglög eftir sig. Þeirra á meðal
voru þungarokkssveitin Kiss,
Bachman-Tumer Overdrive, Bob
Welsh og lan Lloyd.
þess breska).
Mörgum þótti rámur öskur-
söngstíll hans minna á Bruce
Springsteen. Sömuleiðis þótti
söngræn rokkmúsík þeirra
tveggja nokkuð lík.
Þegar Brúsi varð skærasta
rokkstjarna ársins 1984 naut
Brjánn góðs af samlíkingunni.
M.a. náði hann efsta sæti
bandaríska vinsældalistans 1985
með laginu „Heaven". Þeim ár-
angri náði hann aftur 1991 með
laginu „Everything I Do (I Do It
For You)“ úr kvikmynd um Hróa
hött.
Þegar Brjáni tekst vel upp eru
lagasmiðar hans afbragðsgóð-
ar. Honum tekst bara ekki nógu
oft vel upp. Plöturhans eru frek-
ar flatneskjulegar vegna of
margra meðalmennskulaga.
Best tókst honum upp á plöt-
unni „Reckless" (‘84).
Brjánn er stuðningsmaður
Grænfriðunga (Greenpeace)
eins og rækilega kom fram í
spjalli hans við íslenska fjölmiðla
fyrir tveimur árum.
Hási, kanadiski söngvarinn Bryan Adams
1980 kom út fyrsta plata
Bryans, samnefnd honum. Síð-
an hefur hann verið iðinn við
hljómleikahald. Fyrstu árin sá
hann um upphitun fyrir Kinks,
Foreigner, Loverboy og Police.
Með þriðju plötunni, „Cuts
Like A Knife“ (‘83), komst Brjánn
inn á vinsældalista (8. sæti
bandariska listans og 21. sæti
írska söngkonan Sinéad
O’Connor fæddist 8. desember
1966. Hún átti ömurlega æsku
hjá geðveikri móður. 8 ára var
hún sett á barnaheimili. Hún
kunni ekki skil á réttu og röngu
og var stöðugt til vandræða
næstu árin.
15 ára hóf hún söngvasmíð-
ar. 18 ára var hún kynnt i Dublin
Svar:
Enska þungarokksveitin Iron
Maiden var stofnuð 1977 i hring-
iðu pönkbyltingarinnar. Áhrifa
frá pönkrokki gætti i þungarokki
hennar á fyrstu árunum. Fyrir
bragðið varð hljómsveitin frum-
kvöðull nýrrar útfærslu á þungu
rokki. Fyrirbærið hlaut síðar
nafngiftina „breska þungarokks-
nýbylgjan".
Þungarokkið þótti lítið spenn-
andi á pönkrokkárunum. Liðs-
menn hljómsveitarinnar gáfu
þess vegna út fyrstu plötuna á
eigin spýtur. Þeir reyndu ekki að
setja hana í plötubúðir heldur
seldu hana aðeins i póstkröfu.
Flestum - og þar á meðal
þeim sjálfum - til undrunar
mokseldist platan. Vinsældir
hennar leiddu til plötusamnings
við öflugt fyrirtæki, E.M.I.
1982 kom Járn-jómfrúin lag-
inu „Run To The Hills" í 7. sæti
breska vinsældalistans. 1988
kom hún loksins öðru lagi inn á
vinsældalistann „Tíu efstu“. Það
var lagið „Can I Play With Mad-
ness“. Þremur árum siðar komst
lagið „Bring Your Daughter To
The Slaughter", í efsta sæti
breska listans.
Bestu plötur hljómsveitarinn-
ar eru þessar: „Iron Maiden“
(‘80), „Seventh Son ofa Seventh
Son“ (‘88) og „No Prayer for the
Dying" (‘90).
Töluverðar mannabreytingar
hafa verið í hljómsveitinni. Núna
siðast yfirgaf söngvarinn vin-
sæli, Bruce Dickinson, félaga
sína í mars-lok. Fyrir þremur
árum sendi hann frá sér ein-
söngsplötuna „Tattooed Milli-
onaire".
sem kvenkyns Bob Dylan, far-
andsöngkona með kassagitar.
Hún söng einnig með nokkrum
hljómsveitum. Að auki söng hún
inn á eina plötu, „The Hostage",
með gítarleikara U2, Edge.
1987 kom út fyrsta plata
hennar sjálfrar, „The Lion And
The Cobra“. Það var fersk og
áheyrileg plata.
Sinéad semur eigin söngva,
leikur á gítar, hljómborð og
ásláttarhljóðfæri. Þó var það lag
eftir bandariska blökkusöngv-
arann Prince, „Nothing
Compares 2U“, sem kom henni
i efstu sæti vinsældalistanna
1990. Túlkun hennar á þessu
lagi er mögnuð.
Seinni plötur hennar standa
þeirri fyrstu að baki. - Hún er
einnig tíður gestasöngvari á
plötum annarra., s.s. Peters
Gabriels, Marxmanna, The The
o.m.fl.
Enska „Járn-jómfrúin“
IRON MAIDEN
Kæra Popphólf!
Getið þið birt fróðleiksmola um
Iron Maiden?
Bjarni Jósep.
Æ S K A N 4 3