Æskan - 01.05.1994, Side 8
DYREST
OKKAR
u
UNGVIÐI
PÝRANNA
Við segjum nú frá ungum
nokkurra dýrategunda. Frá-
sögnin styðst við grein í
sænska tímaritinu Kamrat-
posten.
Flestar dýrategundir á norðlægum
slóðum ala unga sína á vorin. Það er
engin tilviljun. Þessu er öllu stjórnað
af náttúrunni. Sá tími hentar best því
að þá vaknar allt af dvala með
hækkandi sól. Ungarnir vaxa og
dafna á hlýjasta tíma ársins og eru
orðnir stórir og státnir á haustin, til-
búnir til að takast á við kólnandi tíð
þegar erfitt verður að afla fæðu.
Á sléttum Afríku eru dagarnir alltaf
álíka langir. Sebrahestar og önnur
dýr þar um slóðir eiga unga sína
þegar von er fæðu eftir tímabil þegar
lítið er að fá. Þess vegna svelta
starfsmenn dýragarða tegundir
þaðan til þess að stjórna því hvenær
þær fæða afkvæmi sín.
Þegar vorar má sjá marga fallega
unga í dýragörðum á Norðurlöndum.
Þá er líka mest aðsókn að þeim. Það
er ekkert skrýtið. Krakkar vilja gjarna
fylgjast með öðrum „krökkum" - og
toga foreldra sína með.
(Greinin í Kamratposten er skrifuð
af Karin Enge. Ljósmyndir: Ina
Agency, Christer Fredriksson og
Stefan Lundgren- Naturbild).
DÁDÝR
Afkvæmi dádýra kallast kálfar. Ef þau heyra hljóð, sem þau ekki
Kvendýrið, sem nefnist hind, felur þá þekkja, taka þau þegar á rás. Mæð-
í háu grasi meðan þeir eru mjög litlir. urnar kenna ungunum hvað ber að
Síðar fá þeir að fylgja henni eftir. varast og hræðast. Dádýrskálfar,
Hindin gætir unga síns vel og kemur sem hafa misst móður sína og eru
strax á vettvang ef einhver nálgast aldir upp af fólki, óttast ekkert! Eng-
hann. inn hefur „sagt“ þeim frá hættunum
Dádýr eru stygg og sífellt á verði.
Með rananum getur fíllinn borið hluti, troðið
fæðu í munninn, sprautað vatni, gefið frá sér
hljóð ...
Lítill fíll verður að læra að nota ranann eins
og börn fingur sína. í rananum eru engin bein,
einungis vöðvar.
8 Æ S K A N