Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1994, Side 16

Æskan - 01.05.1994, Side 16
- Hvað gerir þú helst í tómstund- um? „Ég fer oft að veiða silung og lax með pabba, afa og Ingvari föður- bróður mínum.“ - Hafið þið veitt víða? „Já, við höfum prófað á nokkuð mörgum stöðum en mest verið í Soginu. Afi hefur veitt mikið þar.“ - Áttu fleiri áhugamál? „Já, ég hef farið á tvö gítarnám- skeið í Nýja gítarskólanum og lært á rafmagnsgítar. Ég held ég fari aftur næsta vetur. Við spilum stundum saman heima. Pabbi leikur á kassagítar, flautu og klarínett og Ingvar líka á gítar.“ - í hvaða skóla ertu? „Vesturbæjarskóla." - Hvað þykir þér skemmtilegast að læra? „Smíðar, leikfimi og stærðfræði." - Þú ert nýkominn úr sumarbúð- um. Hvaðan? „Frá Úlfljótsvatni. Ég fór þangað líka í fyrra.“ - Býstu við að ferðast eitthvað í sumar, annað en til að veiða? „Já, við fjölskyldan höfum farið í eitt langt ferðalag um hálendið á hverju sumri, oftast með einhverjum öðrum sem líka eru á jeppa. Það er gott að hafa samflot þegar farið er um þær slóðir." - Hefur þú farið um útlönd? „Já, dálítið. Ég átti heima í Dan- mörku í fimm ár, eins til sex ára. For- eldrar mínir voru að læra þar. Þegar ég var sjö ára fórum við þangað til að hitta vini okkar. Seinna fórum við til Noregs og Danmerkur. Frændfólk mitt á heima á eyju rétt hjá Molde í Noregi." Ég þakka krökkunum fyrir spjallið. Kannski eiga þeir eftir að láta að sér kveða á hlaupabrautinni í framtíð- inni. Að minnsta kosti eru þeir í flokki efnilegra ungra iþróttamanna sem „koma í ljós“ víða um land í þessu þarfa framtaki Landsbankans. VERDLAUNAHAFAR I ASKRIFENDAGETRAUN ÆSKUNNAR Nokkrir þeirra sem heppnir voru í áskrifendagetrauninni tóku við verðlaunum sínum í Reykjavík í vor. Guðrún Elísabet Ómarsdóttir hreppti leikjatölvu af gerðinni „Sega Mega Drive“ - ásamt tveimur stýripinnum og tveimur leikjum. Inga Huld Alfreðsdóttir og Eyrún Linnet fengu æfingagalla af tegundinni „Russell Athletic". Guðrún Erla Sigurðardóttir, Þorkell Pétursson og Gunnar Hilmarsson fengu boli af sömu gerð. Guðný Danivalsdóttir starfsmaður Japis afhendir leikjatölvuna í versluninni að Brautarholti 2 i Reykjavik. Systurnar Jóhanna, Guðrún Elisabet og Kristin Ómarsdætur taka við. ZZTskeifunni 19iReykjavik nnrkell ofl Eyrun. 16 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.