Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 17

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 17
UNDIRBÚNINGUR FYRIR ÞDLFIMIKEPPNINA Kæri Magnús! Hvernig getur maður undirbúið sig fyrir þolfimikeppni Æskunnar og „Gallerí Aerobic Sport“? Hvernig eru keppnisreglurnar? Gulli. Svar: Best er að byrja á réttu mataræði og stunda þolfimi, hlaup, sund, körfuknatt- leik, dans eða að sippa. Síðast en ekki síst að teygja vel á (gera teygjuæfingar) í 10-15 mínútur, 4-5 sinnum í viku. Keppnisreglur verða birtar síðar í Æskunni. En þetta getur þú gert á með- an: Reyndu styrktaræfingar sem eru arm- beygjur, lyftu þér upp á höndum og hafðu líkamann í vinkil - 90°; há spörk, hægri, vinstri (gættu þess að hafa fótinn sem er á gólfi beinan og að hæll nemi við gólf); hopp, sundur- saman; maga- æfingar. Reyndu að búa til góð spor, stökk eða armbeygjur. Ef keppt er í hópi geta einstaklingar skipt um stöðu á sviðinu. Taktu eftirlætislag þitt upp á segul- band - og miðaðu við tvær mínútur. Reyndu að hreyfa þig í takt við tónlistina þann tíma. Heppilegt er að ákveða hreyfingar sem vara 30 sekúndur í senn og æfa þær hvað eftir annað þar til þú ert orðinn ánægður með árangurinn. 0F ÞUNGUR Magnús! í 4. tbl. spurði Vongóður hvernig hann ætti að þyngja sig. En ég þarf að léttast. Hvernig á ég að fara að? (Ég er fjórtán ára strákur. Mjög þungur. Ég hef verið dálítið í fótbolta). Þungur. Svar: Það geta verið margar ástæður fyrir því að maður er of þungur. Er það vegna hreyfingarleysis eða er mataræðið ekki rétt? Hvernig matur er á heimilinu? Er það hollur og næringarríkur matur eða mjög fitandi? Ef aðrir í fjölskyldunni eru einnig of þungir eru miklar líkur á því aö fæðuvalið sé ekki rétt. Líkjum líkamanum við bíl. Hann þarf bensín til að komast áfram. Það er ekki sama hvernig bensín er sett á hann. Að ég nú ekki tali um ef sett væri í tankinn vatn úr einhverjum polli! Það er hægt að kaupa nýjan bíl ef hann bilar. En við getum ekki skipt um líkama! Þess vegna verðum við að ann- ast hann vel og gæta þess hvað fer ofan í okkur. Þegar maður er orðinn of þungur er oft erfitt að byrja að grenna sig. Byrjaðu t.d. svona: Reyndu að borða hollan mat. Þá hef- ur þú síður lyst á sælgæti og „sjoppu- fæði“. Fáðu þér mikið af ávöxtum og drekktu mikið af vatni. Forðastu stórar máltíðir. Ekki borða seint á kvöldin nema þá hrökkbrauö og vatn með. Skyr er góður morgunmatur. Það er ekki fitandi. Drekktu undanrennu en ekki nýmjólk. Hættu að drekka gosdrykki. í þeim er mikill sykur. Byrjaðu að hreyfa þig og auktu smám saman við. Gakktu heim úr skólanum og vinnunni, gakktu upp stiga en slepptu lyftu. Ef langt er til skóla eða vinnustaðar skaltu hjóla. Láttu aldrei sækja þig held- ur komdu þér áfram með eigin vélarafli (orku). Stundaðu síðan reglulega einhverja í- þrótt sem þér finnst skemmtileg, t.d. tennis, borðtennis eða fjallgöngu - eitt- hvað sem þú finnur hvatningu í. Slökktu á tölvunni, a.m.k. í sumar. Fyrsta vikan verður erfið. Ég veit það. En þú hefur allt að vinna. Gangi þér vel! KEMST EKKERT ÚR SPORUNUM ... Sæll, Magnús! Ég var mjög fljót að hlaupa og sæmi- lega þolin. Nú er ég 13 ára og finnst ég ekkert komast úr sporunum og strax verða móð. Ég hef ekki æft hlaup, bara verið í leikfimi og eitt ár í handbolta (í hittifyrra). Mig langar að skokka og kannski æfa einhverjar greinar en hef mig ekki af stað. Ég hef þyngst dálítið en ekki mikið. Hvað á ég að gera? Dimma. Svar: Þegar maður nálgast táningsaldurinn fer maður að þroskast og líkaminn breytist. Mikil orka fer í að vaxa. Að koma sér af stað getur oft verið erfiðara en æfingin sjálf. Þess vegna er nauðsyn- legt að hafa einhverja hvatningu eða fé- lagsskap. Taktu vinkonu þína eða for- eldra með þér. í byrjun er best að ganga til að auka þolið. Stundaðu það í nokkrar vikur. Síð- an géngur þú rösklega og eykur smátt og smátt hraðann, ferð að skokka eða hlaupa. Æfðu þig bæði á stuttum og löngum vegalengdum. Snerpan kemur með stuttum sprettum en úthaldið með löng- um hlaupum. Stundum er betra að hafa fjölbreytni í vali á æfingum heldur en iðka alltaf það sama: Hjóla stundum þrjá kílómetra, synda 500 metra, hlaupa tíu hringi á velli eða 6-8 sinnum hundrað metra spretti á hlaupabraut. Hringdu í vinkonuna, farðu í íþrótta- gallann og af stað! Gangi þér vel! Ég þakka þeim sem senda bréf og ykkur sem lesið þáttinn. Von- andi hittumst við í þolfimikeppn- inni í haust! Kær kveðja, Magnús Scheving. Æ S K A N 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.