Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 20
BIÓDAGAR
Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Bíódagar, var frum-
sýnd fyrir skömmu. Það er gaman-
söm fjölskyldumynd og fjallar um
viðburðaríkt sumar í lífi Tómasar sem
er tíu ára. Myndin gerist 1964. Þá
kynnist drengurinn mörgu sem hann
hefur aldrei komist í tæri við fyrr, svo
sem draugum, rússneskum njósnur-
um, tröllum, álfum, „hinni skríðandi
hönd“, kvikmyndaleikaranum Roy
Rogers og sjónvarpi...
Á þessum tíma voru krakkar úti í
leikjum á hverju kvöldi. Allir voru
með og það var mikið fjör!
í handritinu er stuðst við minning-
ar leikstjórans, Friðriks Þórs, frá
æskuárum. Það er ritað af honum á-
samt Einari Má Guðmundssyni rit-
höfundi. Hann varð víðfrægur þegar
mynd hans, Börn náttúrunnar, var
tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
besta erlenda kvikmyndin - og hlaut
auk þess margs konar verðlaun og
viðurkenningar.
Nú þegar hefur verið samið um
sýningu á Bíódögum í mörgum lönd-
um.
Meðal þeirra sem fara með aðal-
hlutverkin eru fjórir strákar. Þrír þeir
yngri voru valdir úr hópi 300 drengja
sem sóttu um að koma fram! Við
tókum þá fjóra tali skömmu fyrir
frumsýningu myndarinnar...
„ROSALEGA SKEMMTILEG
MYND“
Örvar Jens Arnarsson leikur aðal-
hlutverkið, Tómas. Hann er ellefu ára
og á heima í Hafnarfirði, leikur knatt-
spyrnu með Haukum. Þegar ég hitti
hann kvöld eitt í júní var hann að
koma frá því að keppa. Leikurinn
hafði raunar tapast en Örvar Jens
var ekki óánægður með sinn hlut,
hafði skorað eitt mark og „lagt upp“
annað.
„Hann var besti maðurinn!" sagði
Teitur félagi hans.
Ég spurði fyrst hvernig hann hefði
dottið í lukkupottinn í fyrra ...
„Það var mamma sem kom þessu
af stað. Hún spurði hvort ég vildi
ekki reyna að fá hlutverk í myndinni.
Það var auglýst í blöðum eftir strák-
um sem vildu ieika. Ég fór í próf, svo
annað og enn fleiri. Síðan æxlaðist
þetta svona. Ég man að ég var að
horfa á sjónvarpið þegar síminn
hringdi og mér var sagt að Frikki
vildi að ég léki Tómas.“
- Hafðir þú leikið áður?
„Dálítið í skólanum.“
- Hvernig fannst þér að leika í
kvikmynd?
„Það var stórskrýtið að tala í
fyrsta sinn fyrir framan kvikmynda-
vél. Ég hélt að margar myndavélar
væru notaðar í einu en það var ekki
þannig. Langoftast var bara myndað
með einni vél en atriðið endurtekið
til að taka það frá nokkrum sjónar-
hornum."
- Þurftir þú að læra langan texta?
„Já, ég þurfti að læra rosalega
mikið. Við vorum fyrst hálfan mánuð
að æfa fyrir sumarið. Þegar byrjað
var að taka myndina fór Mæja, Mar-
ía Sigurðardóttir aðstoðarleikstjóri,
yfir textann með okkur. Hún og
Frikki leiðbeindu mér mest.“
-Tók langan tíma að mynda hvert
atriði?
„Stundum vorum við lengi og
stundum stutt. Það fór eftir því hve
löng atriðin voru. Sum voru líka tekin
mörgum sinnum."
- Hve lengi var verið að taka
myndina?
„Allt sumarið í fyrra.“
- Hvernig heldur þú að þér lítist á
að sjá þig á stóru tjaldi?
„Ég veit það ekki en þetta er
rosalega skemmtileg mynd, mjög
2 0 Æ S K A N