Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 26

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 26
JASON OG GULLNA REIFIÐ Jason var konungssonur. En frændi hans, Pelías, hafði sölsab undir sig konungdóm í ríki fööur hans. Kentárinn Chiron ól Jason upp. Hann var aö hálfu hestur og hálfu maður en bæbi vitur og góðgjarn. Þegar Jason var fullvaxinn krafðist hann ríkisins eins og hann átti rétt á. Pelías lofabi að hann fengi hásætið - en með einu skilyrði. Hann átti að fara til fjar- lægs lands, Colchis, og sækja þangað gullið töfra-reifi. Þess gætti dreki sem aldrei svaf. Jason lét þetta ekki skelfa sig og undirbjó þegar ferð sína. Hann lét smíða geysistórt skip, sem nefnt var Argó, og mannaöi það mestu hetj- um Grikklands. Þeir héldu víba til að leita ab hinu fjarlæga landi, sem á- vallt var hulið þoku, og lentu í ótal ævintýrum á leið sinni. Á strönd nokkurri hittu þeir Phineus, aldinn og blindan konung. Hann var kúgaöur af verum sem höfðu líkama sem fuglar en höfuð kvenna. Phineus kvaðst skyldi vísa þeim veg til landsins sem þeir leit- ubu ef þeir losuðu sig við hinar illu verur. Þeir gerðu það og hann lýsti fyrir þeim leibinni milli skerja sem brotib höfðu í spón öll skip er siglt hafði verið áleiðis til landsins. Jason og skipshöfn hans komust loks til Colchis en þar ríkti voldugur konungur, Aeetes að nafni. Konungurinn vildi ekki láta reifið af hendi. En hin fagra dóttir hans, seiökonan Medea, varð ástfangin af Jason. Hún sagði honum að hægt væri að komast fram hjá drekanum en vildi þó ekki lýsa leiöinni. Með hæfni sinni og heppni tókst Jason að ná reifinu. Hann sneri til lands síns á- samt mönnum sínum. Medea fylgdi honum. Pelías lét konungdóminn af hendi og Jason og Medea tóku við ríkinu. Hjálpabu Jason og hinum hraustu félögum hans til ab komast ab reifinu - fram hjá eldspúandi drekanum. Þetta er ekki verðlaunaþraut. En þú ættir ab lita síðuna til gamans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.