Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1994, Page 35

Æskan - 01.05.1994, Page 35
Þegar þið fáið þetta tölu- blað Æskunnar í hendur verður lokið viðureign Hou- ston Rockets og New York Knicks í úrslitum bandarísku úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik. En 9. júní, þegar þetta er skrifað, hefur ein- ungis einn leikur farið fram og lauk honum með sigri Houston. Nú er raunar talað um að þetta verði einvígi Hakeems Olajuwons og Patricks Ewings. Þessir snilldarleik- menn, tveir af bestu miðherj- um heims, eru jafnaldrar, 31 árs, og jafnháir, 213 sentí- metrar! Þeir hafa einu sinni áður mæst í úrslitum, í há- skóladeildinni 1983, en þá tapaði lið Hakeems fyrir liði Patreks í æsispennandi leik. Við sögðum frá Hakeem í 4. tbl., nú er röðin komin að Patreki. Hann var fæddur á Jamaíku en nam við háskól- ann í Georgetown (Georgs- borg). Á háskólaárum sínum var hann talinn einn besti körfuknattleiksmaður sem fram hafði komið enda lék lið hans í úrslitakeppni háskólanna (í NCAA-deildinni) þrjú ár af þeim fjórum sem hann var í skólanum og sigraði 1984. Hann var kosinn besti leikmaður þess tímabils. Sama ár voru hann og Michael Jordan atkvæðamestir í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikun- um. Hann skoraði að meðaltali 15,2 stig í háskóladeildinni og náði 9,2 fráköstum í leik - en var einkum dáður sem stórkostlegur varnarmaður. Hann var valinn fyrstur af ný- liðum 1985 og kjörinn nýliði ársins tímabilið 1985-1986. Lið hans hefur ekki leikið í úrslitum síðan 1973 en þá vann það LA Lakers. Patrekur var í „draumalið- inu“, bandaríska landsliðinu sem keppti á Ólympíuleikun- um í Barselónu 1992 - ásamt Michael Jordan, Charles Barkley, Magic Johnson, Scottie Pippen, David Robin- son og John Stockton, sem allrr hafa verið á síðum Æsk- unnar, og Larry Bird. Honum hefur sífellt farið fram og tókst nú ásamt bar- áttuglöðum félögum sínum að komast á tindinn, í lokaúr- slit úrvalsdeildarinnar. Hann var t.a.m. maðurinn á bak við sigur liðs síns í viðureign við Indiana Pacers í 7. leiknum í undanúrslitunum. Þá gerði hann 24 stig, tók 22 fráköst, átti sjö stoðsendingar og varði fimm skot. Nú er 20. júní og leikar standa jafnir - 3:3! Báðir risarnir hafa sýnt snilldarleik. Úrslit ráðast eftir tvo daga. Æ S K A N 3 S

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.