Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 35

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 35
Þegar þið fáið þetta tölu- blað Æskunnar í hendur verður lokið viðureign Hou- ston Rockets og New York Knicks í úrslitum bandarísku úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik. En 9. júní, þegar þetta er skrifað, hefur ein- ungis einn leikur farið fram og lauk honum með sigri Houston. Nú er raunar talað um að þetta verði einvígi Hakeems Olajuwons og Patricks Ewings. Þessir snilldarleik- menn, tveir af bestu miðherj- um heims, eru jafnaldrar, 31 árs, og jafnháir, 213 sentí- metrar! Þeir hafa einu sinni áður mæst í úrslitum, í há- skóladeildinni 1983, en þá tapaði lið Hakeems fyrir liði Patreks í æsispennandi leik. Við sögðum frá Hakeem í 4. tbl., nú er röðin komin að Patreki. Hann var fæddur á Jamaíku en nam við háskól- ann í Georgetown (Georgs- borg). Á háskólaárum sínum var hann talinn einn besti körfuknattleiksmaður sem fram hafði komið enda lék lið hans í úrslitakeppni háskólanna (í NCAA-deildinni) þrjú ár af þeim fjórum sem hann var í skólanum og sigraði 1984. Hann var kosinn besti leikmaður þess tímabils. Sama ár voru hann og Michael Jordan atkvæðamestir í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikun- um. Hann skoraði að meðaltali 15,2 stig í háskóladeildinni og náði 9,2 fráköstum í leik - en var einkum dáður sem stórkostlegur varnarmaður. Hann var valinn fyrstur af ný- liðum 1985 og kjörinn nýliði ársins tímabilið 1985-1986. Lið hans hefur ekki leikið í úrslitum síðan 1973 en þá vann það LA Lakers. Patrekur var í „draumalið- inu“, bandaríska landsliðinu sem keppti á Ólympíuleikun- um í Barselónu 1992 - ásamt Michael Jordan, Charles Barkley, Magic Johnson, Scottie Pippen, David Robin- son og John Stockton, sem allrr hafa verið á síðum Æsk- unnar, og Larry Bird. Honum hefur sífellt farið fram og tókst nú ásamt bar- áttuglöðum félögum sínum að komast á tindinn, í lokaúr- slit úrvalsdeildarinnar. Hann var t.a.m. maðurinn á bak við sigur liðs síns í viðureign við Indiana Pacers í 7. leiknum í undanúrslitunum. Þá gerði hann 24 stig, tók 22 fráköst, átti sjö stoðsendingar og varði fimm skot. Nú er 20. júní og leikar standa jafnir - 3:3! Báðir risarnir hafa sýnt snilldarleik. Úrslit ráðast eftir tvo daga. Æ S K A N 3 S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.