Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Síða 37

Æskan - 01.05.1994, Síða 37
(Úr IMorska barnablaðinu (frá lesendum) og Kamratposten í Svíþjóö ...) • „Æ, ég hefði átt að taka með mér píanóið," sagði maður nokk- ur þegar hann kom á flugstöðina. „Píanóið?! Af hverju í ósköp- unum?“ spurði kona hans. „Ég lagði farmiöana á það!“ sagði maðurinn. • „Hvað ertu að gera?“ „Pvo mér um hárið.“ „Pú verður að bleyta það áður en þú setur í það hárlööur!" „Nei! Hérna stendur að það sé fyrir þurrt hár!“ • Lárus, sem er sjö ára, spurði Óla, fimm ára vin sinn, hvað hann ætlaöi að starfa þegar hann yrði stór. „Ég ætla að verða læknir," sagði Óli. „Svakalega ertu vitlaus," sagði Lárus. „Þá verður þú að þvo þér um hendurnar mörgum sinnum á dag!“ • „Eldhúsið ykkar hlýtur að vera afskaplega hreint!" sagði gestur- inn viö þjóninn. „Já, þakka þér fyrir hrósið," sagði þjóninn. „Mér dettur það í hug af því að mér fannst vera sápubragð af öllum réttunum." • Pjónn var á leið að borði með súpudiska en hrasaði og súpan skvettist yfir jakka eins af gest- unum. „Mér þykir þetta afar leitt!“ sagði yfirþjónninn sem kom strax að borðinu. „Ég skal fara með jakkann í hraðhreinsun þeg- ar í stað.“ Gesturinn fór úr jakkanum. Yfirþjónninn flýtti sér á brott. Pjónninn, sem gusað hafði yfir gestinn, stóð álengdar. Hann kom þjótandi að og sagöi reiði- lega: „Viltu vera svo góöur að hypja þig héðan. Hér má enginn vera jakkalaus!" • „Ég skil ekki af hverju rakkústurinn minn er svona stíf- ur og einkennilegur," sagöi faðir við son sinn. „Mér fannst hann vera í lagi í gær þegar ég málaði herbergið mitt með honurn," sagði strákur. SKRÝTLUR „Hvernig viltu hafa hárið?“ spurði hárskerinn Villa litla. „Eins og bróðir minn.“ „Og hvernig hefur hann það?“ „Hann hefur það bara gott, þakka þérfyrir!" Síðhærður piltur spurði kær- ustu sína hvort foreldrar hennar hefðu nokkuð á móti því að þau hittust. „Nei, nei,“ svaraði stúlkan. „Peir halda að þú sért stelpa!" • Norðmaður, Dani og Svíi voru á eyðiey. Eftir langa dvöl þar fundu þeir loksins flösku á ströndinni. Úr henni kom andi og sagði þeim að hver þeirra fengi eina ósk. Daninn óskaði þess að hann væri kominn heim - og hvarf samstundis. Svíinn bar fram sömu ósk og hvarf. Norð- manninum fannst svo leiðinlegt að vera einn eftir að hann óskaði þess að þeirkæmu aftur! (Þessi var að sjálfsögðu úr sænska blaðinu...) • „Ég verð að segja þér upp starfi sem bílstjóri hér. Petta er í annað sinn sem þú ert nálægt því að akayfirmig!" „Æ, kæri herra forstjóri, gefðu mér eitt tækifæri enn ..." • „Liggur maðurinn þinn svona og sefurallan daginn?" „Nei, nei! Um tvö-leytið snýr hann sér á hina hliðina og liggur þannig til kvölds!“ • „Getur þú nefnt tvö fornöfn, Pétur?" spurði kennarinn. „Hver? Ég?“ „Þaö var rétt! “ • Palli kom rennandi blautur heim. „Hvað varstu að gera?“ spurði mamma hans. „Sjáðu! Þetta er mannætufisk- ur,“ sagði maður við son sinn í sædýrasafninu og benti á rán- fisk. „Sjáið þið! Þetta eru fiskæt- ur!“ sagði fiskurinn við börnin sín ... „Við vorum í hundaleik," svaraði Palli. „Ég var Ijósastaur- inn..." Soffía kom þjótandi inn í tískubúðina og spurði: „Má ég máta kjólinn í glugg- anum?“ „Ef þú endilega vilt,“ sagði af- greiðslustúlkan. „En við höfum líka mátunarklefa hér fyrir innan Kennarinn leit reiðilega yfir bekkinn og þrumaði: „Allir sem vita að þeir eru blá- bjánareigaað standa!“ Enginn hreyfði sig um stund. Loks stóð Halli upp. „Ert þú sá eini sem þorir að viðurkenna það?“ spurði kennar- inn. „Mér fannst bara leiðinlegt að þú stæðir einn!“ sagði Halli. • „Þetta er þriðji miðinn sem þú kaupir!" sagði afgreiðslustúlka í kvikmyndahúsi við Hafnfirðinginn. „Ég neyðist til þess. Pað stendur einhver asni í dyrunum og rífur þá alltaf!“ • Á töflunni í kirkjunni voru sunnudag nokkurn þessi númer sálmanna sem átti að syngja: 123 42 165 Lítill hnokki hvíslaði að mömmu sinni: „Sjáðu! Loksins hefur prest- urinn lagt rétt sarnani" • „Mamma!“ sagði lítil hnáta í strætisvagni og benti á gamla konu. „Pessi þarna er alveg eins og táningur.“ „Pað er gaman að heyra,“ sagði gamla konan. „Af hverju finnst þér það?“ „Þú ert með stóra bólu á nef- inu eins og systir mín!“ • Auglýsing í blaði: Gervigómur hefur fundist. Skilast til eiganda ef hann getur skýrt hvernig gómurinn lenti í jarðarberjabeðinu mínu... • „Hefur þú veitt nokkuð hér?“ „Veitt?! í gær fékk ég 40 stóra laxa!“ „Hvar er veiðiskýrslan? Ég er eftirlitsmaöurinn!“ „Og ég er mesti lygari í land- inu!“ Æ S K A N 3 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.