Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 38
FRAMHALDSSAGA LESENDA:
OF VENJULEGT - EÐA...
/12. kafla var enn lagt verkefni fyrir Hlíf - og Kára sem kominn var aft-
ur til sögunnar. Þau áttu að fara í höll galdrakarls, brjóta staf hans og
rífa hatt hans svo að þriðja heimsstyrjöldin skylli ekki á í mannheimum.
Þau lögðu af stað en Hlíf datt og rann niður bratta fjallshlíð...
13. kafli.
Ég rann á fleygiferð og fann að
höfuðið á mér rakst í eitthvað grjót-
hart. Svo varð allt svart.
Loksins þegar ég opnaði augun
og leit í kringum mig var ég á allt
öðrum stað í allt öðru umhverfi. Ég
sá gráan, vængjaðan hest standa
hjá mér og sá að það var Gullfaxi.
Kári stóð við hlið hans og sagði mér
að Gullfaxi hefði bjargað mér frá því
að falla niður í óhugnanlegan foss
sem var neðst í fjallshlíðinni. Sjálfur
hafði hann gengið áfram og var orð-
inn rammvilltur þegar Gullfaxi kom
fljúgandi til hans með mig á bakinu.
Ég spurði hvernig hann vissi að
Gullfaxi hefði bjargað mér. Þá var
sagt djúpri en vinalegri rödd
fyrir aftan mig:
„Ég sagði honum það. Ég er
gæddur þeim töfrum að geta
flogið og talað í sex klukku-
stundir á dag. Þess vegna skul-
um við flýta okkur af stað til galdra-
karlsins áður en töfrar mínir dvína!“
Þetta voru orð Gullfaxa. Ég varð
hissa en flýtti mér á bak honum á-
samt Kára.
Við höfóum flogið drykklanga
stund þegar við komum að höll
karlsins.
„Galdrakarlinn heitir Rófus. Þið
skuluð ávarpa hann með nafni. Eftir
tvær stundir verð ég kominn aftur í
mannheima og vonast til að hitta
ykkur þar!“
Gullfaxi kvaddi okkur með þess-
um orðum og hvarf síðan.
Við Kári æddum inn í höllina. Þar
inni var ekki eins og í ævintýrum,
ótal herbergi og ýmislegt fleira. Nei,
þarna var einungis eitt herbergi,
risastórt. I miðju þess var hásæti og
í því sat Rófus. Við hlið þess stóð
risastór spegill. Annað var ekki inni í
höllinni.
„Hvað viljið þið og hver eruð
þið?“ spurði Rófus drynjandi röddu.
„Herra Rófus! Ég er Hlíf og þetta
er Kári. Við viljum frið á jörðu og í
þessum heimi
jafnt sem annars
staðar. Þess
vegna erum við komin hingað til
þess að losa þig við töfrastafinn og
hattinn þinn. Þetta vorum við beðin
um að gera innan tólf daga en við
viljum Ijúka þessu af núna strax. Það
hentar betur!“
„Ha, ha, ha, ha, ha!“ glumdi í
Rófusi. „Þú ert ansi seig, telpa góð!
Þið tvö eruð ekki þau fyrstu sem
reyna að hindra að styrjöld geisi á
jörðinni. Fyrri og seinni heimsstyrj-
öldin skullu á þegar börn eins og þið
reyndu að brjóta staf minn og rífa
hatt minn á þann hátt sem ég býð
ykkur - og mistókst það.
Boðið er á þá leið að þið eigið að
leysa fjórar þrautir. Inni í þessum
spegli munið þið finna marga hluti.
Þið megið taka ykkur tvo hluti hvort
af handahófi. Alls ekki velja þá! Þeg-
ar innar kemur taka við fjórar þrautir
sem enginn hefur hingað til getað
leyst. Ef þið getið það innan sex
stunda eruð þið frjáls og friður mun
ríkja í heiminum. Þetta er það eina
sem hægt er að gera til aó stafurinn
brotni og hatturinn rifni. Ella breytist
þið í styttur eins og þið sjáið þegar
þið gangið inn í spegilinn. Ég get
raunar gefið ykkur átta stunda frest
af því að ég veit að þið getið þetta
hvort eð er ekki. Þá getið þið kvalist
lengur!" sagði Rófus og hló dátt.
En við stukkum gegnum spegil-
inn.
Fyrir innan sáum við nokkrar
styttur af krökkum. Það var eins og
þeir væru skelfdir á svip. Við geng-
um lengra og sáum þá marga hluti.
Við snerum okkur í hringi með lokuð
augu, beygðum okkur niður og tók-
um tvo fyrstu hlutina sem við snert-
um.
„Hárbursti og eitt kíló af kótel-
ettum! Hvaða gagn verður okk-
ur af því?“ hrópaði Kári.
Ég dró vasaljós og gamla
lyklakippu með mörgum lyklum.
Þetta voru furðulegir hlutir!
Við gengum samt af stað og
höfóum gengið lengi þegar við
sáum að fram undan var skrýtinn
hellir. Við fetuðum okkur inn en
skyndilega varð þar kolniðamyrkur
Lilja Yr Halldórsdóttir sendi þessa
tillögu. Hún var valin eftir miklar vanga-
veltur því að enn bárust ágætir sögukafl-
ar.
Við sögðum í 4. tbl. að líða mætti að
lokum sögunnar. Lilja Ýr lauk henni - en
við urðum að láta hluta síðasta kaflans
bíða til 6. tölublaðs. Þess vegna ósk-
um við ekki eftir tillögum að fram-
haldi.
Ef til vill verður framhaldssaga les-
enda aftur á síðum Æskunnar. Við sjáum
til.
í haust verður efnt til smásagna-
keppni. Kannski geta þeir sem samið
hafa kafla notað hugmyndir sínar í nýjar
sögur...
Kærar þakkir fyrir allar tillögurnar!
3 8 Æ S K A N