Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 45

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 45
dansa, annað hvort á skemmtistöðum eða í heimateitum. „Ég er dansfíkill," segir hann. Þessu er ólíkt farið með Zack de la Rocha söngvara Rage Against The Machine. Hann segir: „Við í RATM erum lít- ið gefnir fyrir dansstaði og heimateiti. Á- stæðan er sú að við höfum aldrei drukkið áfengi eða reykt. Sígarettureykur fer í aug- un á manni og ertir öndunarfærin og ölvað fólk er leiðinlegt. Fólk, sem hefur ekki vald á hugsun sinni eða gerðum, er þreytandi. En það er alltaf gaman að heimsækja litla hljómleikastaði og sjá ungar og ferskar hljómsveitir." • Þó að Zack sæki ekki dansstaði þá var hann einn aðal„break“dansarinn í gagnfræðaskólanum sinum („break“dans og „break“músík voru eins konar fyrirrenn- arar hipp-hoppsins). „En svo heyrði ég í Sex Pistols 1983 og bang! Þetta kraft- mikla hráa pönkrokk gerbreytti mús- íksmekk mínum. Ég leitaði uppi þær pönk- hljómsveitir sem boðuðu jákvæðan lífsstíl, Minor Threat, State of Alert og þær allar, þá var eins og ég fyndi sjálft himnaríki,“ segir Zack. (Jákvæður lífsstíll = straight edge = nafngift notuð yfir bandarískar tán- ingapönksveitir sem boða lífsstíl án vímu- efna, tóbaks og kjötáts. Zack stofnaði sjáifur slíka hljómsveit, Inside Out, sem þróaðist yfir í RATM. • Platan „Bodyguard" - Lífvörðurinn - er næst söluhæst allra platna. Hún hefur selst í tæplega 40 milljónum eintaka (sölu- hæsta platan, „Thriller" með Michael Jackson hefur selst í 45 milljónum eintaka). Lífvörðurinn er safnplata sem á eru m.a. lög sungin af Whitney Houston. Mesta hrifningu vakti túlkun hennar á gömlum sveitaslagara eftir Dolly Parton, „I Will Always Love You.“ • Lagið vinsæla, „What’s Up“ með 4 Non Blondes byggir á meginlaglínum sívin- sæls lags, „Don’t Worry, Be Happy,“ eftir Bobby McFerrin. • Dóttir Whitneyjar Houston og Bobbys Browns heitir Bobbi Kristina. • Þegar Kirk Hammet, sólógítarleikari Metallica, nam klassískan gítarleik um 1980 hlustaði hann aðallega á pönkrokk! Gítarleikur Jimis Hendrix hefur líka alltaf verið í miklu dálæti hjá honum. • Liðsmenn RATM koma frá vel stæðum heimilum. Gítarsnillingurinn Tom Morello hefur sagt að nýtilkomin auðæfi þeirra félaga muni þess vegna ekki breyta miklu um hagi þeirra. Það sé helst að nú gefist þeim aukið svigrúm til að leggja góðum málefnum lið. Á dögunum staðfestu þeir þetta þegar þeir gáfu Indíánanum Leonard Peltier tæpar sex milljónir íslenskra króna. Hann situr í lífstíðar- fangeisi grunaður um morð á tveimur alríkis- lögreglumönnum. Sannanir gegn honum voru engar og margir hafa vakið athygli á ýmsu sem bendir til sakleysis hans. Söngv- ari RATM, Zack, er Indíáni I aðra ættina. • Virkasti aðdáendaklúbbur 2 Unlimited er 2U Fanclub, PO Box 66, 1000AB Amsterdam. • Erlendis er stundum snúið út úr nafni 2 Unlimited og dúettinn kallaður „2 Unta- lented” (Tvö hæfileikalaus). Um þetta segir Anita: Fólk heldur að við séum strengja- brúður snjallra plötuframleiðenda, að við séum aðeins andlit fyrir músík sem aðrir hanni og framleiði. Staðreyndin er sú að við semjum um helminginn af músíkinni okkar.” • Faðir Lindu Maríu Perry, söngkonu 4 Non Blondes, heitir því sérstæða nafni Xa- vier. Hann markaði framtíð Lindu þegar hún var fjögurra ára. Þá gaf hann henni gít- ar sem hún hefur ekki skilið við sig síðan. • Cliff Lee Burton, bassaleikari Metall- ica, lést í bílslysi í Svíþjóð 1986. Hann hafði margra ára nám í píanóleik að baki. Eftir- lætis-hljómlistarmaður hans var klassíska tónskáldið Bach. • Julian Lennon, sonur Bítilsins Johns Lennons, tók i vor saman við áströlsku söngkonuna og leikkonuna úr Grönnum, Kylie Minogue. Þau flúðu undan ágangi breskra Ijósmyndara til Norðurlanda. Þau höfðu nokkurra daga dvöl á íslandi, nánar tiltekið á Hótel Selfossi. Þar var starfsfólk bundið þagnarheiti um dvöl þessa fræga pars sem lét lítið á sér bera. Reyndar fékk Júlían fiðring þegar hann heyrði að hús- hljómsveitin, Karma, hóf að leika lag föður hans, „Daytripper”. Hann stökk upp á svið og hugðist greinilega taka lagið með Karma. Liðsmenn hljómsveitarinnar vissu ekki hver maðurinn var. Þeir héldu að þessi maður með sólgleraugu og derhúfu væri illa ölvað- ur útlendingur og hentu honum snarlega niður af sviðinu. Júlían hvarf á brott í skyndi. • Eftirlætishljómsveitir liðsmanna 4 Non Blondes eru Aerosmith og Bítlarnir. • Liðsmenn Metallica stóðu í þeirri trú að Bítlarnir hefóu aðeins gert lauflétta slag- ara á borð við Ob-La-Di, Ob-La-Da og „When l’m Sixty Four“. Eitt sinn heyrðu þeir fyrir tilviljun þunga og seiðandi blús- ballöðu í útvarpinu. Þeir lögðu við hlustir og reyndu að átta sig á því hverjir flyttu þetta magnaða lag. Undrun þeirra var mikil þegar útvarpsþulurinn tilkynnti að þetta hefði verið „She’s So Heavy" með Bítlun- um. Þeir keyptu plötuna með laginu í hvelli og heyrðu þar mörg önnur góð Bítlalög. „Að hugsa sér hvað fordómar geta leikið mann grátt,” segir Lars Ulrich. „Allar eftir- lætishljómsveitir okkar, allt frá Kiss til Iron Maiden sþiluðu þara einn músíkstíl. Það hvarflaði aldrei að okkur að til hefði verið hljómsveit eins og Bítlarnir sem spilaði sykurpopp til jafns við þungan blús, fram- úrstefnuverk, sýrupopp, indverskt sítar- popp, kassagítarvísnasöng, djass, kántrí og meira að segja pönkblús!” Gítarleikari Metallica, Kirk Hammets, nákvæmlega helmingi yngri en hann er nú. Rage Against The Machine-kvartettinn á frísklegt djass-rokklag á nýrriplötu, „The Craw,“ sem á er músík úr samnefndri kvikmynd karatemeistarans Brandons Lees (sonar Bruce Lees). RATM-drengirnir flytja líka (i samvinnu við Faith No More) Kiss-lagið „Calling Doctor Love“ á sérstakriplötu sem kemur á markað núna i sumar til heiðurs Kiss. Æ S K A N 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.