Æskan - 01.05.1994, Síða 48
JÓN ARNAR MACNÚSSON TUCÞRAUTARKAPPI
SKEMMTILEGAST AÐ VINNA
VIÐ VATNAMÆLINGAR
Hvar og hvenær ertu fæddur?
Hvar ólstu upp?
28. júlí 1969 á Selfossi. Ólst upp í
Gnúpverjahreppi í Árnessýslu.
Hvenær byrjaðir þú að stunda í-
þróttir? En keppa?
Ég byrjaði að stunda íþróttir í
barnaskóla en hóf ekki keppni fyrr
en um ellefu ára aldur.
í hvaða greinum? Með hvaða
félagi? Hefur þú alltaf keppt með
því?
Fyrst í 60 m hlaupi, langstökki,
hástökki og þrístökki. Ég keppti meó
HSK (Héraðssambandinu Skarp-
héðni) allt þar til ég fluttist norður á
Sauðárkrók. Síðan með UMSS
(Ungmennasambandi Skagafjarðar).
Af hverju fluttist þú norður?
Til þess að skipta um umhverfi.
Ég tel að allir hafi gott af því að
standa á eigin fótum.
Hver er þjálfari þinn?
Gísli Sigurðsson.
Hafa skyldmenni þín æft íþrótt-
ir? Ef svo - hver?
Já, móðir mín, bræður hennar,
frændur mínir o.fl.
Hvenær snerir þú þér að tug-
þraut?
1986.
Hvaða greinar eru í henni?
Fyrri daginn er keppt í 100 m
hlaupi, langstökki, kúluvarpi, há-
stökki og 400 m hlaupi. Seinni dag-
inn eru 110 m grindahlaup, kringlu-
kast, stangarstökk, spjótkast og
1500 m hlaup.
Hvaða íslandsmet áttu? í hvaða
greinum? Hve oft hefur þú orðið
íslandsmeistari?
Utanhúss:
Drengjaflokkur (17-18 ára):
Tugþraut: 6232 stig.
Unglingaflokkur (19-20 ára):
100 m hlaup: 10.72 sek.
Tugþraut: 7351 stig.
Karlaflokkur:
Tugþraut: 7896 stig.
300 m hlaup: 33.86 sek.
110 m grindahlaup: 14.36 sek.
Innanhúss:
Unglingaflokkur:
50 m hlaup: 5.7 sek.
Karlaflokkur:
Sjöþraut, fslensk: 5440 stig.
Sjöþraut, erlend: 5620 stig.
Langstökk: 7.68 metrar.
50 m grindahl.: 6,7 sek. (ásamt
fleirum)
60 m grindahlaup: 8.16 sek.
Ég man ekki hve oft ég hef orðið
íslandsmeistari.
í hvaða tugþrautargrein átt þú
bestan árangur metið eftir stig-
um? En með hliðsjón af íslands-
meti?
í langstökki, hvort sem miðað er við.
í hvaða grein finnst þér
skemmtilegast að keppa? En leið-
inlegast?
Langstökki og stangarstökki.
Leiðinlegast í 1500 m hlaupi.
Eru það líka greinarnar sem þér
finnst léttastar og erfiðastar?
Já.
Þarf ekki að æfa mjög mikið til
að geta keppt í öllum þessum
greinum? Hvernig æfir þú?
Jú, tugþrautin krefst mikilla æf-
inga. Ég æfi yfirleitt sjö sinnum í
viku, stundum oftar og stundum
sjaldnar.
Hvernig fer tugþrautarkeppnin
fram? Á hve löngum tíma? Er það
ekki mikið álag?
Það er keppt í fimm greinum á
hvorum keppnisdegi, alltaf í sömu
röð (sjá fyrra svar). Þær erfiðustu eru
hafðar síðastar báða dagana.
Keppnin tekur allt að því tólf klukku-
stundir hvorn daginn.
Þetta er það erfiðasta sem ég hef
tekið þátt í en einnig það skemmti-
legasta í íþróttunum.
Að hvaða marki stefnir þú í tug-
þraut?
Að rjúfa 8000 stiga múrinn.
Hvaða íþróttamenn dáir þú
mest?
Sergei Bubka hefur alltaf verið
eftirlætis-íþróttamaður minn.
Hefur þú stundað annað en
frjálsar íþróttir?
Já, t.d. körfuknattleik, handknatt-
leik og blak.
Á hvaða íþróttagrein utan tug-
þrautar hefur þú mestan áhuga?
- Jeppasporti.
Hvernig eiga krakkar, sem lang-
ar til að keppa í tugþraut, að und-
irbúa sig? Á að æfa allar greinar
frá byrjun?
Þeir eiga að hafa samband við
þjálfara sem getur leiðbeint þeim og
hefur þekkingu á málunum.
Allar greinar eru teknar fyrir í einu,
kannski ekki sama daginn en í sömu
vikunni.
í hvaða skólum varstu?
Ásaskóla í Gnúpverjahreppi -
barnaskólaárin,
Flúðaskóla í Hrunamannahreppi,
gagnfræðaskólastigið,
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi,
íþróttakennaraskóla íslands að
Laugarvatni.
Hvaða réttindi hefur þú? Við
hvað starfar þú?
Sem íþróttakennari. Ég starfa
núna við grjót- og torfhleðslu.
Ertu kvæntur? Áttu börn?
Nei, en kærastan mín heitir Hulda
Ingibjörg Skúladóttir.
4 8 Æ S K A N