Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1994, Qupperneq 48

Æskan - 01.05.1994, Qupperneq 48
JÓN ARNAR MACNÚSSON TUCÞRAUTARKAPPI SKEMMTILEGAST AÐ VINNA VIÐ VATNAMÆLINGAR Hvar og hvenær ertu fæddur? Hvar ólstu upp? 28. júlí 1969 á Selfossi. Ólst upp í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Hvenær byrjaðir þú að stunda í- þróttir? En keppa? Ég byrjaði að stunda íþróttir í barnaskóla en hóf ekki keppni fyrr en um ellefu ára aldur. í hvaða greinum? Með hvaða félagi? Hefur þú alltaf keppt með því? Fyrst í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki og þrístökki. Ég keppti meó HSK (Héraðssambandinu Skarp- héðni) allt þar til ég fluttist norður á Sauðárkrók. Síðan með UMSS (Ungmennasambandi Skagafjarðar). Af hverju fluttist þú norður? Til þess að skipta um umhverfi. Ég tel að allir hafi gott af því að standa á eigin fótum. Hver er þjálfari þinn? Gísli Sigurðsson. Hafa skyldmenni þín æft íþrótt- ir? Ef svo - hver? Já, móðir mín, bræður hennar, frændur mínir o.fl. Hvenær snerir þú þér að tug- þraut? 1986. Hvaða greinar eru í henni? Fyrri daginn er keppt í 100 m hlaupi, langstökki, kúluvarpi, há- stökki og 400 m hlaupi. Seinni dag- inn eru 110 m grindahlaup, kringlu- kast, stangarstökk, spjótkast og 1500 m hlaup. Hvaða íslandsmet áttu? í hvaða greinum? Hve oft hefur þú orðið íslandsmeistari? Utanhúss: Drengjaflokkur (17-18 ára): Tugþraut: 6232 stig. Unglingaflokkur (19-20 ára): 100 m hlaup: 10.72 sek. Tugþraut: 7351 stig. Karlaflokkur: Tugþraut: 7896 stig. 300 m hlaup: 33.86 sek. 110 m grindahlaup: 14.36 sek. Innanhúss: Unglingaflokkur: 50 m hlaup: 5.7 sek. Karlaflokkur: Sjöþraut, fslensk: 5440 stig. Sjöþraut, erlend: 5620 stig. Langstökk: 7.68 metrar. 50 m grindahl.: 6,7 sek. (ásamt fleirum) 60 m grindahlaup: 8.16 sek. Ég man ekki hve oft ég hef orðið íslandsmeistari. í hvaða tugþrautargrein átt þú bestan árangur metið eftir stig- um? En með hliðsjón af íslands- meti? í langstökki, hvort sem miðað er við. í hvaða grein finnst þér skemmtilegast að keppa? En leið- inlegast? Langstökki og stangarstökki. Leiðinlegast í 1500 m hlaupi. Eru það líka greinarnar sem þér finnst léttastar og erfiðastar? Já. Þarf ekki að æfa mjög mikið til að geta keppt í öllum þessum greinum? Hvernig æfir þú? Jú, tugþrautin krefst mikilla æf- inga. Ég æfi yfirleitt sjö sinnum í viku, stundum oftar og stundum sjaldnar. Hvernig fer tugþrautarkeppnin fram? Á hve löngum tíma? Er það ekki mikið álag? Það er keppt í fimm greinum á hvorum keppnisdegi, alltaf í sömu röð (sjá fyrra svar). Þær erfiðustu eru hafðar síðastar báða dagana. Keppnin tekur allt að því tólf klukku- stundir hvorn daginn. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í en einnig það skemmti- legasta í íþróttunum. Að hvaða marki stefnir þú í tug- þraut? Að rjúfa 8000 stiga múrinn. Hvaða íþróttamenn dáir þú mest? Sergei Bubka hefur alltaf verið eftirlætis-íþróttamaður minn. Hefur þú stundað annað en frjálsar íþróttir? Já, t.d. körfuknattleik, handknatt- leik og blak. Á hvaða íþróttagrein utan tug- þrautar hefur þú mestan áhuga? - Jeppasporti. Hvernig eiga krakkar, sem lang- ar til að keppa í tugþraut, að und- irbúa sig? Á að æfa allar greinar frá byrjun? Þeir eiga að hafa samband við þjálfara sem getur leiðbeint þeim og hefur þekkingu á málunum. Allar greinar eru teknar fyrir í einu, kannski ekki sama daginn en í sömu vikunni. í hvaða skólum varstu? Ásaskóla í Gnúpverjahreppi - barnaskólaárin, Flúðaskóla í Hrunamannahreppi, gagnfræðaskólastigið, Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi, íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni. Hvaða réttindi hefur þú? Við hvað starfar þú? Sem íþróttakennari. Ég starfa núna við grjót- og torfhleðslu. Ertu kvæntur? Áttu börn? Nei, en kærastan mín heitir Hulda Ingibjörg Skúladóttir. 4 8 Æ S K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.