Æskan - 01.05.1994, Page 53
FJÖRKÁLFAR Á FERD OG FLDGI
Fjörkálfarnir, Hermann Gunnars-
son og Ómar Ragnarsson ásamt
hljómlistarmönnunum Hauki Heiðari,
Pétri Kristjánssyni og Vilhjálmi Guð-
jónssyni, eru farnir á flakk með fjöl-
skylduskemmtun sína og söngvara-
keppni Æskunnar.
Þeir hafa nú þegar efnt til
skemmtunar og keppni á Dalvík og
Akureyri (en verða aftur í höfuðstað
Norðurlands 28. ágúst). Þetta tölu-
blað Æskunnar á að hafa borist ykk-
ur þegar þeir koma fram á Höfn 16.
júlí...
Á fjölskylduskemmtununum er
dagskrá með söng, gríni og leikjum.
Þar koma fram ýmsar litríkar persón-
ur og hæfileikamenn við hljóðfærin
sjá um góða og hressilega tónlist.
Aðgöngumiðinn gildir í happ-
drætti. Heppinn gestur hreppir far
með Flugleiðum til Kaupmannahafn-
ar fyrir sig og aðra í fjölskyldunni!
FERÐAÁÆTLUN
FJÖRKÁLFANNA
- nokkuð breytt (frá 4. tbl.).
9. júlí: Dalvík
10. júlí: Akureyri
16. júlí: Höfn í Hornafirði
17. júlí: Egilsstaðir
22. júlí: Stykkishólmur
23. júlí: Patreksfjörður
24. júlí: Hnífsdalur
30. júlí: Siglufjörður
31. júlí: Vopnafjörður
6. ágúst: Selfoss
7. ágúst: Vestmannaeyjar
13. ágúst: Sauðárkrókur
14. ágúst: Húsavík
20. ágúst: Keflavík
21. ágúst: Borgarnes
27. ágúst: Reykjavík
28. ágúst: Akureyri
5. sept.: Lokahátíð í Reykjavík
SÖNGVARAKEPPNI
ÆSKUNNAR
í tengslum við skemmtunina er
efnt til söngvarakeppni Æskunnar.
Undankeppni fer fram að morgni og
verður rækilega auglýst á þeim stöð-
um þar sem hátíðin er haldin. Hún er
fyrir krakka sem fæddir eru 1981 og
síðar. Fimm verða valdir úr hópnum
til að syngja á skemmtuninni. Þar
verður valinn sigurvegari sem keppir
á lokahátíðinni. Hún verður í Reykja-
vík, væntanlega 5. september nk.
Allir sem taka þátt í undankeppn-
inni fá viðurkenningarskjal. Þeir sem
koma fram á skemmtununum fá bók
og geisladisk. Sá sem hlutskarpast-
ur verður í lokakeppninni hlýtur
glæsilegan vinning. í hans hlut koma
líka hljóðverstímar til upptöku á lagi
sem sett verður á safnplötu!
Fjörkálfarnir
Æ S K A N S 3