Æskan - 01.05.1994, Síða 55
RÁÐGÁTAN
Finnur leynilögreglumaður og
Fundvís aðstoðarmaður hans
höfðu verið á tölvunámskeiði í
Björgvin. Þeir voru að kynna sér
hvernig best væri að búa til skrár
yfir afbrotamenn, sönnunargögn
og tegundir afbrota. Þeir voru
dauðþreyttir eftir þetta, í augum,
fingrum og hnakkanum!
Lestin átti ekki að fara fyrr en
eftir nokkrar klukkustundir svo að
þeir gengu um götur í bænum og
litu T búðarglugga. Þó að þeir
virtust kæruleysislegir fylgdust
þeir grannt með öllu að venju. En
ekkert athugavert gerðist þar
sem þeir fóru um þennan dag.
„Ég ætti kannski að láta klippa
mig áður en ég fer heim,” sagði
Finnur og strauk hendi snöggt
yfir hárlýjurnar.
„Þú segir nokkuð!" sagði
Fundvís. „Ég gæti vel hugsað
mér að láta snyrta mig.”
Þeir voru fljótir að finna hár-
skerastofu. Þar voru tveir hár-
skerar. Annar var vandlega
klipptur en hinn klaufalega.
Fundvís varö fyrri til og settist
því hjá þeim sem hafði verið
klipptur af vandvirkni. Finnur
varð að fara til hins hárskerans.
Hvor þeirra félaga var klipptur
snyrtilega?
Svar á bls. 62.
ÆSKAN Á SÍÐUM
NORSKA
VIKUBLAÐSINS
f Norska vikublaðinu eru tvær
síður af efni fyrir krakka. Verðlauna-
rithöfundurinn Björn Rönningen sér
um þær. Hann hefur samið margar
bækur sem hafa verið gefnar út í
Noregi og fleiri löndum, t.a.m. á ís-
landi (Hjá Æskunni komu út bækur
hans, Frú Pigalopp og jólapósturinn
og Furðulegur ferðalangur). Hann
hefur líka samið framhaldsþætti fyr-
ir sjónvarp.
Þáttur Björns nefnist Per og Kari
- eða Pétur og Karen. í 18. tölu-
blaði Norska vikublaðsins 1994
sagði hann frá Æskunni og birti for-
síðumynd 1. tbl. 1994. Hann gat
þess einnig að þeir sem eignuðust
pennavin á íslandi fengju fljótt til-
finningu fyrir því hve sterk söguleg
bönd tengja löndin. Póstfang Æsk-
unnar var feitletrað og við fáum því
enn fleiri bréf frá norskum krökkum
en áður! Við vonum að þið svarið
óskum þeirra um pennavini. Flestir
skrifa þeir á ensku en skilja að sjálf-
sögðu einnig dönsku.
EINELTI
í þætti Björns segja tvær stúlkur
frá einelti. María, sem er ellefu ára,
þekkir það vel:
„Til þess að koma í veg fyrir ein-
elti verða allir að þora að segja frá
því. Þegar við ræddum um það í
bekknum mínum sögðust allir hafa
vitað að ég var lögð í einelti. En
enginn snerist gegn því nema
besta vinkona mín.
Ég mun aldrei nokkurn tíma
leggja neinn í einelti. Ég ætla líka að
að reyna að hjálpa öllum sem verða
fyrir því. Ég veit
nógu vel hvernig
manni líður þá.
Þess vegna vil
ég ekki að aðrir
þurfi að láta sér
svíða það.“
ÖLL MEÐ SAMA
UPPHAFSSTAF!
í 3. tbl. kynntum við sögu-
keppnina, Öll með sama upp-
hafsstaf. Slík keppni var í Æsk-
unni fyrir fjörutíu árum svo að
okkur lék forvitni á að vita hvort
áskrifendur væru jafnsnjallir nú
og þá.
Frestur var gefinn til 10. júní.
Fyrir þann tíma fengum við sögur
- en afskaplega fáar. Við lengjum
því frestinn til 5. september.
Öll orðin í sögunni eiga að
byrja, á sama staf. Ekki eru sett
skilyrði um lengd hennar - en ör-
stuttar sögur eiga ekki jafnmikla
möguleika og þær sem lengri
eru.
GÓÐ VERÐLAUN!
Aðalverðlaunin eru Ritsafn
H.ö. Andersens í þremur bind-
um, Oliver Twist eftir Charles
Dickens og þrjár aðrar útgáfu-
bækur Æskunnar að eigin vali.
Tvenn aukaverðlaun eru þrjár
útgáfubækur okkar.
Allir þátttakendur fá viður-
kenningarskjal.
Á bls. 20 í 3. tbl. Æskunnar
1994 var birt ein af verðlauna-
sögunum frá 1954, Sveitasæla
eftir Maríu Guðmundsdóttur frá
Bólstað í Vestur-Húnavatnssýslu.
Þið getið litið á hana til að
sannfærast um að þetta er unnt!
Munið líka að foreldrar og
systkini mega leggja sögumanni
lið.
Æ S K A N S S