Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 12

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 12
ÆSKAN — Eg ætla að tylla mér hérna hjá þér, Lukka mín, og hugsa um æfintýrin eins og þú--------. -—• Svei, þú hugsar aldrei um æfintýri, segir hún. Drési vinnumaður lilassar sér niður skammt frá henni. — Ertu reið? segir hann. — Reið? — Já. — Af hverju spyrðu? segir hún. — Þú ert svo snúin, segir hann. — Það er rétt eins og eg liafi gert þér eiltlivað. Hefi eg kannski nokkurntíma gert þér nokkuð? — Já. — Hefi eg gert þér eitthvert mein? — Ja, ekki beinlínis, en —. — Hefi eg hrekkt þig eða hvað? — Þú veist, hvað þú hefir gert á móti skapi mínu. — O — o— liefi ieg kannski slrítt þér, bless- unin. Eg hélt, að ])ú værir ekki svona viðkvæm að þola ekki hversdagsleg gamanyrði. Hvernig ætlarðu að lifa, væna mín, og útiloka þig frá glensi og gamni í veröldinni? — Þú heldur kannski, að þú sért skemmtilegur, ha — iia, segir Luklca og hlær stuttan, kaldan hlátur. Svo þegja þau hæði svolitla stund. Lukka hefir ekki ennþá litið á Drésa. Utan af firðinum berst síðsumars söngur fuglanna; það eru langir, angur- mildir tónar, sem snerta strengi í sál æskumanns- ins, það fylgir þeim hirta, eins og' þegar sólin skín inn um glugga, eflir regnskúr um vor. Lukka var á valdi þessara tóna, en Drési horfði á ungu stúlkuna, sem var að verða fallcg í lians augum. Ilún var ekki sérlega stór, en mikið hafði liún þroskast síðan hún kom að Strönd liérna um árið. Fyrr en varir verður þessi telpa fullorðin stúlka. Hún hefir rjóðar, ávalar kinnar, sem minna á fögur aldin, enni hennar er hjart og' lireint, og yfir því bylgjast gullið hár hennar, augun eru hlá eins og djúpur sjór. Drési hjó auðsjáanlega yfir einhverju nýju, meðan hann horfði á telpuna. — Á eg að segja þér nokkuð, Lukka mín, sagði hann, eg veit, að þér þykir varið í það, ef þú vilt lilusta á mig. — Svo? — Eg ætla að fara í smáfcrð í liaust. — Nú? sagði telpan. — Ja, það er ekki beinlínis smáferð, eg verð líklega tvo daga i burtu. Eg ætla að fara í rétt- irnar í Valnabyggð og vera þar á réttasamkomunni. 112 —• Það gæti orðið gaman lijá þér, sagði telpan eins og henni kæmi þetta ekki við. — Þú gætir meira að segja trúlofað þig, ef vel lieppnaðist. — Ja, það gæti eg auðvitað, svaraði Drési, — en nú ætla eg að hjóða þér með mér í ferðalagið. — Mér? sagði telpan og sneri sér nú fyrst við og leit á Drésa. — Já, hvernig líst þér á það? Langar þig ekki alllaf burtu, — eitlhvað hurtu yfir fjöll og heiðar? Er þig ekki alltaf að dreyma um fjarlægar sveitir og ókunna staði? Þú veist ekki einu sinni, hvernig það lítur út hérna vestan við fjöllin, hvað þá meira. Eg á hest, sem eg lána þér, annan útvega eg lianda mér sjálfum, eg á reiðlygi, eg lief nóga peninga. Heldurðu, að það gæti ekki verið gaman að þeysa og þeysa hurtu og vera frjáls? Luklca dró þungt ándann, brjósl hennar bifað- ist af undarlegum óróa. — Kannski alltaf frjáls, bætti Drési við. — Hugsaðu þér það! Hann sat á þúfu og var farinn að snúa strá í ákafa milli fingranna. Hann var fullorðinn karl- maður, meira en tuttugu og tveggja ára, venju- lega glettnislegur á svip, en núna píreygður, rjóð- ur i kinnum og gljáandi um kjálkana, hann liafði rakað sig um morguninn. Og Lukka gat ekki sagl neitt. Blóðið steig henni til höfuðs, streymdi ört fram í kinnar liennar og þrýsti kitlandi upp í hársrætur. Var þetta ekki eitt af óskum hennar? Var það ekki þrá hennar að Ideypa rennivökrum gæð- ingum á æfintýralegri ferð um ókunn heiðalönd og fjarlægar sveilir? Var það ekki löngun hennar að koma á mannamót, sjá fólkið, heyra sönginn, vera á skemmtun, vera frjáls! — Það verður dansað alla nóttina, hélt Drési áfram. — Og það verður tunglskin í réttunum i liaust! — Dansað, hljómaði i liuga telpunnar. — Jói í Seli spilar, sagði Drési með vaxandi ginning í tilboði sínu. — Jói er frægasli spilari í héraðinu, hann hefir spilað í hrúðkaupsveislum, hann er frægur um alla sýsluna og kannski víðar. Fyrst átti liann tvöfalda harmoniku, svo eignað- ist hann þrefalda, og loksins var stofnað félag í sveitinni til þess að kaupa handa honum finnn- falda harmoniku. Hugsaðu þér, hún er eins og orgel. Tvö sterk öfl hörðust í hrjósti telpunnar. Ann- arsvegar seiðandi og heit ferðaþrá, hinsvegar bitur ótti við eitlhvað ógeðslegt í fari Drésa á þessari stundu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.