Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Síða 9

Æskan - 24.12.1922, Síða 9
1922 Æ S K A N 103 er ekki ferniserað og því síður málað. Annað spjaldið er skakt sagað og í hinu er skora. Og á umgerðinni eru líka missmíði«. »Já, en — mammat Eg liefi haft svo mikið fyrir því«, sagði Sveinn með titrandi röddu. »Já, það getur nú gjarnan verið! En það er tómur óþverri samt og ég vil ekki hafa hann hérna í stofunum«. »Ó, mamma! á ég að fleygja þeim út?« Og tárin runnu niður eftir kinn- unum. »Já — þú átt að gera það!« »Hvers vegna?« »Ég er búin að segja þér það. En annars sá ég tvinnaspjöld í gær hjá Matthildi frænku, sem hún átti; þau voru úr fílabeini og svo fín og hag- lega útskorin; þau voru víst frá Kina. Og svo sá ég umgerð inni í stofunni hans Vilhjálms frænda, sú var reglu- lega fín, íhvolf með fegursta flúri og logagylt, og hefir sjálfsagl kostað ærna peninga. Fyrst ég get ekki feng- ið sams konar umgerð, þá vil ég enga eiga«. »Mamma! ég hafði ekki efni á að gefa þér aðra belri, og þér þótti þó svo vænt um hana á jólakvö)dið«. »Já, en nú er ég búinn að sjá hitt, og þá er þetta dót þitt ekki i húsum hafandi; það er skran, handónýtt skran«. »Mamma, mamma, mig tekur svo sárt, ef ég verð að fleygja því út, og ef þú vilt alls ekkert með það hafa«. »Já, ég er eins og þú. Þú vilt ekk- erl sjá hérna heima lengur, hvorki tindátana þína, leikföngin þín, sem þú hefir smiðað sjálfur og fallegn stofurnar okkar!« »Ó, mamma, mamma, mamma! Já — ég gerði það. Fyrirgefðu! Fyr- irgefðu, elsku góða, bezta mamma mín! Þú mátt ekki vera reið við mig lengur. Nú get ég svo ósköp vel skilið, að þú varst mér reið og að þú varst hrygg út af mér, því að ég var reglulega slæmur — ljóta barnið!

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.