Valsblaðið - 01.05.1984, Page 21
VALSBLAÐIÐ
19
ÆVINTÝRAFERÐ
3. FL. VALS I KNATTSPYRNU
TIL BRASILÍU
Haldið var af stað í hina langþráðu og
framandi ferð til Brasilíu þ. 24. mars 1984. Lagt
var af stað frá Keflavík kl. 9.15 áleiðis til Kaup-
mannahafnar með millilendingu i Glasgow og
höfð viðdvöl i K-höt'n þennan dag.
Fall er fararheill segir máltækið.
Við áttum að leggja af stað til Rio de Janeiro kl.
20.20 um kvöldið með flugi frá SAS. Ekki stóðst
sú áætlun og biðum við í flughöfninni til kl. tvö
um nóttina en þá var kallað út í vél, þar biðum
við svo í tæpan hálftima í viðbót vegna einhverr-
ar bilunar í vélinni. Um kl. hálf þrjú var svo
haldið af stað og flogið á vit hinnar framandi
ferðar.
Á leiðinni til Río var millilent i Lissabon. í Río
áttum við að lenda kl. 6.30 að staðartíma að
morgni 25. mars og fljúga til Sao Paulo kl. 7.30.
Nú vill svo til að fjögurra tíma mismunur er á
K-höfn og Río þannig að þessi 6 tíma seinkun
gerði það að verkum að vélin til Sao Paulo varð
að bíða u.þ.b. 1 klst. et'tir okkur. Viö höfðum
sem sagt farið aftur á bak um 4 tima á fluginu,
klukkustundarbiðin milli véla datt úl og eina
klst. beið vélin eftir okkur. Sem sagt, flugið gekk
næstum eftir áætlun þrátt fyrir 6 tíma seinkun í
K-höfn.
í Sao Paulo var gist í íþróttamiðstöð á lokuðu
svæði þar sem enginn komst inn nema fuglinn
fljúgandi og svo auðvitað þeir sem þar bjuggu,
því vopnaðir verðir voru við innganginn á svæð-
ið. í Sao Paulo sáum við leik milli Santos og
Palmeiras á einum stærsta leikvangi heims.
Mikil harka og frábær fótbolti einkenndu
þennan leik, sem lauk með sigri Palmeiras 3-2.
Eftir leik vorum við látin bíða meðan áhorf-
endur yfirgáfu völlinn því ekki var talið óhætt
að hleypa okkur út á meðal innfæddra, vegna
óláta þegar sigurgleðin braust út og þegar áhang-
endum liðanna lenti saman. M.a. var félagsfán-
um Santos brennt hvar sem til þeirra náðist.
Einnig má geta þess að við hvert skorað mark í
leiknum upphófst mikil flugeldasýning meðal
áhorfenda.
1 Sao Paulo var okkur sýnt eitt stærsta
magasin sem undirrituð hafa séð, en það rúmaði
meðal annars heilt tívoli, fossa og læki ásamt
fjölmörgum verslunum og veilingahúsum.
Frá Sao Paulo var svo haldið til fjallaþorpsins
Campos do Jordao þar sem fyrra mótið var
haldið. Þennan stað kölluðu fylgdarmenn okkar
Sviss þeirra Brasilíumanna. Þarna var einstak-
lega fallegt og gott að vera að undanskilinni
fyrstu nóttinni.
Við kontuna þangað var keyrt með okkur
lengst út i skóg í fornfálegt og eldgamalt klaust-
ur eða heimavistarskóla. Þar var okkur skipt
niður í herbergi hverri þjóð fyrir sig, þ.e.a.s.
Valsmönnum, Svíum, Frökkum og tveim brasil-
ískum liðuni Nacional og Juventus.
Þegar líða tók á kvöldið fóru Ijósin að haga
sér einkennilega. Fyrst blikkuðu þau en fóru
siðan alveg, komu aftur, en hurfu svo langtim-
um saman. Það þarf ekki að orðlengja það að
húsið var skírt upp á nýtt. ,,Drakúlaklaustrið“
var það kallað. Brassarnir létu þetta ekki á sig fá
Júnas Guðmundsson, ölull og ósérhlifinn stjórnar-
maður. Án hans vinnu hcfði Brasilíuferðin
aldrci orðið að vcrulcika.
og drógu t'ram sín alkunnu hljóðfæri og nú var
stigin samba fram á rauða nótt undir mánaskini
og kertaljósum og voru Valsmenn og F'ransmenn
ekki síðri í sömbunni en þeir innfæddu.
Þegar gengið var til náða lögðust þeir þyngstu
á dýnur á gólfinu, tóku ekki séns á að sofa í
hinuni einstaklega liðugu og fótafimu kojunt
sem i herberginu voru, enda höfðu þá þegar
nokkrar gefist upp og skilað dauðþreyttum
Valsmönnum beint á gólfið.
Eftir að fararstjórar liðanna höfðu kontið
saman og kvartað undan aðbúnaði á þessuni
stað, sem átti vist að vera aðseturstaður okkar á
meðan á ntótinu stóð, var ákveðið að flytja
hópana á hótel inni i bænum. Fengu liðin nú
stórt og gott hótel, Parque Hótel, til afnota.
Engir aðrir gestir voru á hótelinu því Campos do
Jordao er jú vetrarparadis þeirra Brasiliumanna,
en nú var síðla sumars hjá þeim þó varla væri
farið að vora á íslandi.
Sex lið tóku þátt í þessu móti: Valur-íslandi,
Mariedals-Sviþjóð, Palaiseau-Frakklandi,
Juventus, Nacional og Cantpos do Jordao öll frá
Brasilíu.
Keppnin gekk nokkuð vel miðað við aldurs-
og stærðarmun leikmanna. Brasilísku liðin voru
greinilega skipuð leikmönnum allt að tvitugu og
santa er að segja með Svíana. Frakkarnir voru á
aldrinum 16-18 ára en við vorum með leikmenn
14, 15 og 16 ára.
Fyrsti leikurinn var 26 mars við Svíana og
töpuðum við honum 4-0. 26. mars spiluðum við
við Nacional (en þeir unnu mótið) og töpuðum