Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 24
22 VALSBLAÐIÐ Haldið hcim á leið. trjánum eða tekið upp. Auk þess var haldin heljarinnar grillveisla og drukiið öl, og iþjór og bruggaður brasilískur þjóðardrykkur með. Þá skoðuðum við diskótek í Itapíra. Okkur var ráðlagt að fara ekki í almennings- sundlaug bæjarins svo að í staðinn fengum við afnot af tveim einkaklúbbs-sundlaugum, alveg einstaklega fallegum stöðum og snyrtilegum. Þangað var farið tvisvar með rútum og var það vel þegið af erlendu liðunum þvi hreinlætisað- staða i skólanum var ekki upp á marga fiska. Þá má geta þess að þjálfarar og fararstjórar liðanna spiluðu gestaleik við starfsmenn sjúkra- húss fyrir vangefna I Ítapíra. Fyrir leikinn og i hálfleik var heljar mikið fjör, þar sem vistmenn og starfsfólk stigu trylltan sambadans við undir- spil alls kyns bumbuslagara og skeljatromma. Það sýndi sig i þessum leik að lengi lifir í göml- um glæðum. Sævar og Bragi slógu í gegn og þóttumst við heppin að missa ekki þessar „siungu stjörnur" I atvinnumennskuna. Þann 9. apríl var svo haldið með rútum til Río de Janeiro og tók ferðin 8 tima með stoppi á nokkrum stöðum. í Río héldum við hópinn að mestu leyti,því ekki þótt óhætt að vera einn á ferli. Þar vorum við í þrjá daga og skoðuðum m.a. Sykurtoppinn og Kristsstyttuna, fórum á ströndina og á. veitingastað þar sem jiver mátti borða eins og hann gat í sig látið. Boðið var upp á 9 eða 10 kjötrétti með ekki færri teg. af meðlæti og svo eftirrétti. Einnig fórum við á næturklúbb öll saman og var það geysilega gaman, ekki sist vegna þess að ónefndur liðs- maður Vals sló í gegn er hann var kallaður upp á svið til að dansa við eina af hinum yndislegu brasilisku blómarósum. Frábær endir á frábærri ferð. Haldiö var heim á leið með flugi SAS að kvöldi 12. april. Að lokum langar okkur að þakka strákunum sérstaklega prúðmannlega framkomu í hvívetna, því betri landkynningu er ekki hægt að fá. Ráðamönnum Vals og þá sérstaklega Jónasi Guðmundssyni þökkum við veittan stuðning og óeigingjarnt starf, en á Jónasar hefði þessi ferð aldrei verið farin. Einnig viljum við þakka foreldrum drengj- anna fyrir vel unnin störf við fjáröflun svo og fyrirtækjum sem lögðu okkur lið. F.h. fararstjórnar, Ásta Sigurðardóttir Sævar Tryggvason, þjálfari. Skíðaskáli Vals — Ónýtt aðstaða Bágborin aðstaða til funda og annars samkomuhalds hefur einkennt allt félagsstarf innan Vals á siðustu árum. Félagsheimilið var ekki rnönnum bjóðandi sakir slæms ásigkomulags og nienn hafa notað það sem afsökun fyrir þeirri deyfð sem rikt hefur i almennu félagsstarfi. Aðstaða hafi ekki veriö fyrir hendi. Víst eru ófá sannleikskorn i þessu, en á sama tima hefur hinn stórglæsilegi skiða- skáli Vals verið til reiðu, en allt of lítið notaður. Það vita kannski ekki allir Vals- menn hversu huggulegur skálinn okkar er orðinn eftir þrekvirki það sent for- maður skiðadeildar Sigurður Guð- mundsson hefur unnið við endurreisn skálans. Þótt Sigurður geri atdrei hand- tak framar fyrir Knattspyrnufélagið Val stendur félagið samt í ævarandi þakkar- skuld við hann fyrir framtak sitt og tórn- fýsi, én það er önnur saga. Aðalatriðið er að steinsnar frá Reykja- vik, nánar tiltekið í Sleggjubeinsdal (við Kolviðarhól, unt 15 min. akstur frá höfuðborginni) er glæsilegt húsnæði sent hentar vel til hvers kyns samkomuhalds, funda, helgarfcrða o.fl. og það er ótækt að láta aðstööuna ónýtta. Vissulega er skálinn notaður öðru hvoru, t.d. heldur aöalstjórn þar fund árlega nteð fulltrúum deildastjórna og i sumar hittust þar lslandsmeistarar Vals 1956 og aðrir kapparásamt mökuni og héldu veizlu. í byrjun desember hittust svo Vals- konur i skálanum til árlegs desember- fundar og þóttu nokkuð jólaglöggar er heim kom. Nýtingin á Valsskálanum er þó lítil og mun minni en svona skemmtilegl húsnæði á skilið, að ekki sé talað um þá sem lagt hafa mikið á sig til að konta skálanum í núverandi horf. Höröur HHmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.