Valsblaðið - 01.05.1984, Síða 25

Valsblaðið - 01.05.1984, Síða 25
VALSBLAÐIÐ 23 Þessir heiðursmenn eru flestir meðal duglegustu leikmanna bakvarðasveitarinnar. Bakvarðasveitin bjargaði handknattleiksdeildinni Mikið og merkilegt átak var gert fyrir tveimur misserum til að rétta við fjárhag handknattleiksdeildar Vals, en hann var orðinn vægast sagt bágbor- inn. Mikill skuldahali hafði upp safn- ast, m.a. vegna þátttöku í Evrópu- keppni, kostnaðar vegna eriends þjálf- ara o.fl. Þegar ljóst var að í algjört óefni var komið og engir fengust til að taka að sér stjórnarstörf deildarinnar var ákveðið að safna liði og freista þess að koma fjármálunum í viðunandi horf. Leitað var til þeirra einstaklinga sem borið höfðu uppi starf deildarinn- ar s.l. 15 ár, fyrrum stjórnarmanna og fyrrverandi leikmanna, og ákveðið að losa deildina úr þeim gífurlegu fjár- hagskröggum sem hún var komin í. Hópurinn sem myndaður var fékk fljótlega nafnið ,,bakvarðasveitin“ og saman stendur af um 30 dyggum Vals- mönnum, m.a. flestum leikmönnum varaliðsins sigursæla (1. flokks), undir styrkri stjórn fyrirliðans Bergs Guðna- sonar, Guðmundi Frímannss. og Þórði Sig. fyrrum formönnum deildarinnar, Jóni Kristjánssyni, Gunnsteini Skúla- syni og fleiri þekktum sem óþekktum Valsmönnum. í upphafi var ákveðið að einbeita sér að fáum fjáröflunar- leiðum í einu og reyna að ná árangri á sem skemmstum tíma. Bakvarðasveit- in byrjaði með skyndihappadrætti, og sá svo um auglýsingasöfnun í veglega leikskrá handknattleiksdeildar, sem gefin var út fyrir tímabilið 1983-’84. Hvoru tveggja gekk mjög vel og þegar tekist hafði að grynnka á skuldasúp- unni fengust hæfir menn í stjórn deild- arinnar, og gátu þeir einbeitt sér að efl- ingu handknattleiksins í Val, svo og fé- lagsstarfinu, í stað þess að eyða öllum tíma í ,,betlið“. Árangurinn er að koma í ljós núna í blómlegu starfi handknattleiksdeildar- innar. Skylt er að geta þess að margir úr bakvarðasveitinni hafa stigið skref- ið til fulls inn í stjórn deildarinnar, þ.á.m. formaðurinn eldhressi, Bjarni Jónsson, og múrarinn góðkunni Stefán Gunnarsson, auk nokkurra áður nefndra. Tengslin milli stjórnar og bakvarða- sveitarinnar eru því mikil og skilin ekki alltaf skörp á milli. Hefur verið leitað til ,,bakvarðanna“ þegar stórátaks hefur verið þörf í stuttan tíma, t.d. við auglýsingasöfnun, sölu happadrættis- miða, flugelda o.s.frv. Það er ljóst að bakvarðasveitin hefur lyft Grettistaki í fjármálum deildarinnar, sem nú munu vera í góðu lagi, og sýnir þetta hvað hægt er að gera þegar menn taka hönd- um saman um að gera eitthvað rót- tækt. Rekstur einnar íþróttadeildar er orð- ið það mikið fyrirtæki að hefðbundnar leiðir duga ekki alltaf. Það er nauðsyn- legt að tryggja deildunum rekstrarfé, en nú er ekki lengur hægt að treysta á innkomu af leikjum sem stóra tekju- lind, því aðsókn hefur hrakað verulega í handknattleik ekki síður en í knatt- spyrnunni. Breyttir tímar kalla á nýjar leiðir, en þó þær fjáraflanir sem bak- varðasveitin hefur gripið til séu ekki nýjar af nálinni, heldur útjaskaðar og óvinsælar, þá hafa þær skilað árangri. Bakvarðasveitinni verður seint full- þakkað það mikla og óeigingjarna starf sem hún hefur innt af hendi. Það er ekki sízt henni að þakka að nú er „starfið margt og framtíðin björt“ hjá handknattleiksdeild. Síðustu fréttir lierma að svipaðs átaks sé þörf í knatt- spyrnudeildinni. Hefjumst handa! HH

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.