Valsblaðið - 01.05.1984, Page 34

Valsblaðið - 01.05.1984, Page 34
32 VALSBLAÐIÐ Yfir 30 ára lið Vals 1983. 2. sætið á íslandsmótinu. Frcmri röð frá vinstri: Ormar Skeggjason, Jón Pétur Jónsson, Sigurður Dagsson, Hilmir Elíasson um- sjónarmaður, Hermann Gunnarsson, Helgi Björgvinsson. Aftari röð frá vinstri: Bergsveinn Alfonsson (með soninn Sölva), Lárus Ögmundsson, Bjarni Bjarnason, Vilhjálmur Kjartansson, Hóbert Eyjólfsson, Halldór Einarsson, Alexander Jóhannesson, Matthías Hallgrimsson og Sigurður Jónsson. OLD-BOYS PUNKTAR Þetta var nokkuð gott sumar hjá okkur. Við unnum flesta okkar leiki, en misstum tvo niður i jafntefli, við Hauka í Hafnarfirði 1-1, og við Akranes á okkar góða grasvelli, einnig 1-1. Þessi stig sem við töpuðum þarna urðu til þess að við komumst ekki áfram i riðlinum heldur Akranes sem vann íslandsmeistaratitilinn frá Vik- ingum. Valur varð í þriðja sæti. Einnig var að vanda spilað við útlendinga, áhafnir af stórum farþega- skipum og nokkrum stríðsskipum og mest var skorað í leik við áhöfn dansks herskips. Við linntum ekki lát- um fyrr en tölunum 15-2 fyrir Val var náð, enda eru þetta sjálfsögð úrslit þegar við dani er að eiga. Iðnastur við að skora þetta sumarið voru Alexander og Hermann. Ian Ross þjálfari meistaraflokks, komst í liðið á miðri vertíð og spilaði tvo leiki með okkur. Hann hafði ágæta yfirferð á miðjunni við hlið Harðar Hilmars- sonar og sagðist njóta þess að spila með okkur. Næsta sumar verður okkar sumar, með þessum mannskap vinnum við titilinn næst. Fyrir utan þennan flokk eru svo aðeins eldri fyrrum leikmenn Vals sem brýnt er að finna verkefni fyrir og best væri að einhver tæki að sér forsjá þeirra, skipulegði leiki og æfingar. Skora ég á einhvern að taka þetta að sér. Hilmir Elísson. SKÚLAGÖTU 42

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.