Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 40
38
VALSBLAÐIÐ
Leikmaður Vals 1984: Hinn stórefnilegi Bergþór Magnússon
Valkyrjur í knattspyrnunni Margrét Óskarsdóttir og Guörún Sæmundsdóttir (leikmaður m.fl
kvcnna) voru heiðraðar fyrir góða frammistöðu ú árinu.
Bergsveinn Sampsted leikmaður 2. fl. (til v.) og Kristján Agústsson (Ogmundssonar) markvörður.
Uppskeruhátíð
knattspyrnu-
deildar
Sunnudaginn 28. október s.l. var
haldin uppskeruhátíð knattspyrnu-
deildar Vals. Verðlaun voru veitt til
þeirra leikmanna sem að mati þjálfara
þóttu hafa staðið sig bezt í sumar.
Verðlaun hlutu:
Leikm. 7. fl.
Leikm. 6. fl.
Viðurk. 6-A
Viðurk. 6-B
Leikm. 5. fl.
Viðurk. 5-A
Viðurk. 5-B
Leikm. 4. fl.
Viðurk. 4-A
Viðurk. 4-B
Leikm. 3. fl.
Viðurk. 3-A
Leikm. 2. fl.
Viðurk. 2-A
Leikm. Y.fl.kv.
Viðurk.Y.fl.kv.
Leikm. m.fl.kv.
Viðurk.m.fl.kv.
Leikm. l.fl.
Halldór Hilmisson
Hjálmar J. Sigurðsson
Guðjón Valberg
Benedikt G. Ófeigsson
Dagur Sigurðsson
Birgir Hilmarsson
Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Einarsson
Ólafur Jóhannesson
Páll Sveinsson
Einar Páll Tómasson
Jón Þór Andrésson
Bergsveinn Sampsted
Kristján Ágústsson
Sirrý Haraldsdóttir
Hörn Gissurardóttir
Guðrún Sæmundsd.
Margrét Óskarsd.
Viðar Helgason.
Hápunktur hátíðarinnar var
tilkynning um kjör Leikmanns Vals
1984. Það var miðvallarleikmaðurinn
efnilegi Bergþór Magnússon sem hlaut
þann titil, en auk þess var Guðmundur
Kjartansson heiðraður fyrir góða
frammistöðu í ár.
Bergþór hlaut farandbikar til
varðveizlu í eitt ár og að auki veglegan
grip til eignar. Báðir gripirnir voru
gefnir af Birgi Viðari Halldórssyni
veitingamanni i Vesturslóð, en hann
hefur frá 1976 gefið þá bikara sem
Leikmaður ársins hjá Val hefur hlotið.
Innan knattspyrnudeildar er ár hvert
keppt um Jónsbikarinn, en það er
bikar sem gel'inn var til minningar um
Valsmanninn Jón Björnsson sem lézt
af slysförum árið 1963.
Sá keppnisflokkur sent hæstu
prósentutölu hlýtur úr leikjum sumars-
ins hlýtur þennan grip, sem er í
miklum hávegum meðal knattspyrnu-
manna Vals. Meistaraflokkur kvenna
náði beztum árangri í sumar, um 90%.
Liðið tapaði aðeins einum leik í sumar
og bar sigur úr býtum í Reykjavíkur-
mótinu, Bikarkeppni KSÍ og Bauta-
mótinu.
Að lokum má geta þess að í hófinu
afhentu Ellert B. Schram form. KSÍ og
Ingvi Guðmundsson form. móta-
nefndar 1. deildarliði Vals (karia)
silfurverðlaun í íslandsmótinu.
Hörður Hilmarsson