Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 42

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 42
40 VALSBLAÐIÐ Af knattspyrnuþjálfurum Vals Þjálfaramál 1. deildarliðs Vals í knattspyrnu hafa ekki verið viðun- andi síðan dr. Youri Ilitchev var við stjórnvölinn um miðjan síðasta áratug. Vissulega hafa ýmsir ágætismenn verið ráðnir þjálfarar Valsliðsins og sumir staðið sig ágætlega, en skoðanir hafa verið skiptar um þá og nauðsynleg ein- ing hefur ekki skapast í kringum þá né almenn ánægja þannig að þjálfara- skipti hafa verið tíð of tíð. Ungverski Belginn (eða belgíski Ungverjinn) Guyala Nemes var þjálfari 1978 og ‘79. Undir hans stjórn vann Valur það afrek (1978) að tapa aðeins einu stigi í 1. deildinni. Arið eftir gekk ekki eins vel, og vonbrigðin voru mikil með það að vinna engan titil (nema Reykjavíkur- meistaratitilinn og nokkur innan- hússmót) með einhvern sterkasta mannskap sem leikið hefur innan fé- lagsins. Nemes var ágætis þjálfari með mjög skemmtilegar æfingar, en hann vantaði nauðsynlega grimmd og styrk þegar á bjátaði. Við honum tók þjóð- verjinn Volker Hofferbert, tvífari bandaríska söngvarans John Denver. Hann leiddi Val til sigurs í íslandsmót- inu 1980 með elsta miðherjapar í Evrópu, markamaskínurnar Hemma Gunn. og Matta Hallgríms., en þótt ekki nógu góður. Þá var það Jiri Pesek, viðkunnanlegur maður frá Tékkóslóvakíu, en hann olli von- brigðum og verður ekki minnst sem eins af bestu þjálfurum Vals. 1982 kom Claus Peter alskeggjaður kennari frá Vestur-Þýskalandi og stór- vinur V. Hofferberts. Mönnum líkaði vel við þennan dagfarsprúða kennara og hann var endurráðinn 1983. Þá gekk Val mjög illa með þokkalegan mannskap og á endanum var ákveðið að Claus hætti með liðið. Leikmenn höfðu mikil áhrif á framvindu mála þetta sumar, og að þeirra ósk var Sig- urður Dagsson ráðinn þjálfari út tíma- bilið. Siggi Dags. kom með góðan anda og skemmtilegar æfingar, sem var nóg til að ná upp stemmningunni í hópnum og Valur bjargaði sér frá falli á ógleymanlegan hátt með glæsilegum endaspretti. Þá vógu þungt mörk Inga Bjarnar og frábær frammistaða Guðna Bergs. Ætlunin var að Siggi Dags. fylgdi sínu góða starfi eftir og yrði áfram með liðið, en hann baðst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.