Valsblaðið - 01.05.1984, Page 47
VALSBLAÐIÐ
45
Opin ráðstefna
knattspyrnudeildar
Laugardaginn 3. nóvember s.l. hélt
knattspyrnudeild opna ráðstefnu um
málefni deildarinnar. Var hún haldin í
Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg og
stóð frá kl. 10 til 16:00, en gefið var
stundarlangt matarhlé sem flestir
ráðstefnugestir notuðu til sameiginlegs
hádegisverðar. Tilgangur þessa fundar
var m.a. að gefa áhugasömum Vals-
mönnum tækifæri til að tjá sig um
starfið innan deildarinnar, fá nýjar
hugmyndir og fleiri til starfa. Tæplega
60 Valsmenn mættu á ráðstefnuna og
flestir tóku þátt m.þ.a. leggja eitthvað
til málanna, enda menn hvattir til þess
af röggsömum fundarstjóra, Pétri
Sveinbjarnarsyni formanni Vals. Þótti
ráðstefnan takast mjög vel í alla staði
og er óskandi að þeim hugmyndum
sein fram komu og framkvæmanlegar
eru verði komið i framkvæmd á næst-
unni.
Það framtak að halda svona ráð-
stefnu eða fund er þarft og nauðsyn-
legt til eflingar félagsstarfinu, en hugur
verður að fylgja máli og aðgerð orðum
til að gagn sé að.
Hörður Hilmarsson
Um Valsblaðið
Valsblað það sem nú sér dagsins Ijós
á sér nokkurn aðdraganda. Fyrirhugað
var að það kæmi út um mitt ár 1984,
en vegna ýmissa ástæðna var útgáf-
unni frestað. Síðan kom verkfall
bókargerðarmanna og prentara, og
eftir að því lauk tafði jólahátíðin með
öllu sínu tilstandi. Allt um það, blaðið
er komið út eins og sjá má, vonandi
Valsmönnum öllum og öðrum íþrótta-
unnendum til nokkurrar ánægju.
Útkoma Valsblaðsins var hér í eina
tíð mikið tilhlökkunarefni, og blaðið
Val til mikils sóma. Skal á engan hall-
að þótt tveimur mönnum sé öðrum
fremur þakkað glæsilegt útlit þess. Frí-
mann heitinn Helgason var lengst af
ritstjóri blaðsins, sá um efnisöflun
o.þ.h., meðan Friðjón heitinn Guð-
björnsson safnaði auglýsingum til að
tryggja fjárhagsgrundvöll útgáfunnar.
Þeim sé þökk.
Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr
að Valsblaðið komi út reglulega, því
það er helsta sameiningartákn félags-
manna í okkar stóra, deildarskipta
félagi. Minningu áðurnefndra heiðurs-
manna og annarra ónefndra stórhuga
er bezt haldið á lofti með því að styrkja
innviði Vals og samkennd allra Vals-
manna.
Einn liður í þeirri viðleitni er reglu-
leg útgáfa Valsblaðsins, t.d. fyrir jólin
ár hvert eins og áður var. H.H.
BORGAR SIG
AÐ VERZLAI
Vegna þess að Kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis
gætir eingöngu hagsmuna
viðskiptavina sinna.
Aldrei of langt í næstu
KRON-búð.
KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS