Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 48
24
Eins oggf.'tið er um í safni til landnámssögu
Nýja Islancls, flutti fyrsti hópur íslendinga
þangað haustið 1875, og árið eftir, 187(>, komu
þangað um 12 liundruð Islendingar, frá Islandi.
Elest af þessu fólki var 'af'Norður-og Austur-
landi, úr Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-, Þingeyj-
ar- og Múlasýslum, og liið sama er að segja um
flesta af þeira, er komu frá Islandi nœsta ár á
éftir. — Eins og eðlilegt var, drógu hinir kunn-
. ugu menn sig saman, og settust að sem næst
hver öörum. Þannig var það, að Þingeyingar
settust flestir að í syðsta hluta Nýja Islands,
Víðinesbygð, þótt, að sjálfsögðu, væri þar tölu-
vert af öðru fólki líka.
Þegar burtflutningurinn hófst, fór í fyrstu
fátt af Þingeyingum, og hugðust þeir flestir að
sitja kyrrir, í von um betri framtíð. Eu sumar-
ið l&SÚ stóð Winnipeg-vatn óvanalega hátt, og
flæddi yfir engi og hey manrra, svo að nrjög lit-
ill heyskapur varð það sumar, og flestir uiðu að
lóga miklu af skepnum sínum, en aðrir ráku
þær burtu úr rrýlendunni og key])tu fóður á
þeim; en það reyndist illa í flestum tilfellum;
fóðrið dýrt, og skepnurnar magrar. — Þetta
liaust, 1880, kom stór-flóð í vatnið, og kvað svo
mikið að því, að á all-mörgum stöðum rann inn
í hús manna, svo að þeir urðu að yfirgefa þau
og leita sér húsaskjóls hjá nágrönnum sínum.
Urðu þá enn stórskenrdir á heyjum og fleiru, en
ekki mannskaði. Margir, sem áður höfðu ætlað
að sitja kyrrir, afréðu nú að flytja í brott sem
allra fyrst.
I Víðines-bygð, er þá var all-fjölmenn, var
mikið talað urn burtflutninir, og í ágúst um
sumarið lögðu þeir Sigurður Christophei son og