Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 88
64
„Legðu þig að fótum mínum“, sagði grönin;
eg skal skýla þér“.
„Hjúfraðu þig fast upp að mér, og eg skal
núa litlu limina þína og vefja mig utan um þig,
þangað til þér verður hlýtt og notalegt“, sagði
vinviðurinn.
„Lof mér að lúra við vanga þinn, og eg skal
syngja fyrir þig litlu ljóðin mín“, sagði snæ-
bjallan.
Og Barbai’a varð gagntekin af hreinustu
þakklætistilfinningum, sem bærst geta í nokkru
jarðnesku hjarta, fyrir alla þessa hispurslausu
góðsemi.
Hún hvíldi sig í silkimjúkum snjónum við
fætur granarinnar, og vínviðurinn neri litlu
limina henuar, og blómið litla söug henni sín
ljúfustu ljóð.
,,Irr-r-r ! irr-r-i'!“ Það var vindurinn enn þá
einu sinni—másandi og blásandi; í þetta skiftið
var hann þó nokkru hóglátari en hann hafði
verið í borginni.
„Og þú ei't hér, litla Barbara mín“, sagðí
vindurinn í mildum rómi. „Eg kem með snæ-
drífuhnoðrann handa þér. Mér þótti vænt um,
að þú fórst burt úr borginni, þvi að fólkið þar er
fult sérgæðingsskapar og sjálfsþótta; en trú þú
mér, eg á eftir að gamna mér við það enn?“
Svo lét vindurinn snædrífuhnoðrann detta á
vangann á Barböru; að því búnu þeyttist hann
til borgarinnar aftur. Og það má óhætt trúa
því, að þær voru ómjúkar, gamangletturnar,
sem hann hafði í frammi við hina stærilátu,
rembnu og reigingslegu borgarbúa, þegar hann
kom aftur til baka; því eins og þú veist, fer vind-
urinn ekki í manngreinarálit.