Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 97
73
hlaði. Það var oftast liðið af morgni er, upp var
lagt, og föst regla að fara ekki nema 8 til 10 míl-
ur fyrsta daginn, til þess að þreyta enga skepnu
í byrjun.
Um miðjan daginn var œtíð áð í tvo tíma.
Eftir jafna, sígandi ferð allan morguninn urðu
menn og skepnur fegnar, er sól gekk í hádegis-
stað, því þá var lestin stöðvuð, og var þá kapp-
kostað að vera sem næst læk eða tjörn. Ux-
unum og hestunum var slept lausum, er þá tóku
sprett út í tjörnina eða lækinn; og væri nóg
dýpi, óðu skepnurnar út í þangað til ekki stóð
upp úr nema höfuðið, til að verja sig fyrir flugna-
varginum, og í vatninu stóðu þær þangað til
sulturinn knúði þær til að leita út í hagann.
I þessum ferðum var ætíð eitthvað af
konum og börnum, og kveiktu konurnar æfin-
legaeld, en aðrarsóttu vatn, á meðankarlmenn-
irnir tóku aktygi af hestum og uxum. Það leið
þá aldrei á löngu þangað til hitahljóðið kom í
ketilinn. Á meðan Surtur var að hitna, hjuggu
konurnar til Rauöár-kökur, en efnið í þeim var
hveitimjöl, vatn og salt. Vísundahúð var breidd
á jörðina, ofan á hana tómur léreftspoki, og á
honum var hnoðað deigið, er síðan var flatt út,
látið í steikarapönnu og bakað á glóðinni sam-
hliða katlinum. Þegar vatnið sauð, varnokkru
af því helt á ákveðinn mæli af kæfu, hveiti-
mjöli og salti bætt við og maukið svo látið sjóða
litla stund. Á furðulega stuttri stund var þann-
ig tilreiddur heitur miðdagsverður, heitar Rauð-
ár-kökur (Red River Bannock), heitt kæfu-
mauk (þetta mauk nefndu lestamenn ,,rubahoo“)
og heitt sterkt te. Réttirnir voru ekki margir
en fæðan var krafrgóð.