Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 87
63
„Gröninni þótti miðlungi gott að una slíkri
meðferð, og lét lengstu spíruna sína ríða í höfuð-
ið á furunni, og það virtist um stund sem alvar-
legt uppþot œtlaði að verða þar úti í skóginum.
„Þei, þei!“ sagði vínviðurinn, og stóð alveg
á öndinni af hræðslu. „Það kemur einhver
gegnum skóginn.11
Grönin og furan hættu að deila, ogsnæbjall-
an hjúfraði sig enn fastar upp að vínviðinum,
sem hélt dauðahaldi utan um grönina.
Það laust skelfingu yfir alt í skóginum.
„Hvaða heimska!“ sagði grönin, og reyndi að
gera sig karlmannlega í málrómnum. „Enginn
mundi dirfast að fara út í KkÓg í þetta mund
nætur.“
„Svo! og hversvegna ekki?“ gall við barns-
raust. „Má eg ekki vera hjá ykkutþangað til
konungssonui'inn kemur?“
„Ætlarðu þá ekki að höggva mig ?“ spurði
grönin kaldranalega.
„Ætlai-ðu þá ekki að slíta mig uppfrátrénu
minu?“ spurði vínviðurinn.
„Ætlarðu þá ekki að rífa af mér blómann
minn?“ blísti-aði snæhjallan, og har sig aumlega.
,,Nei, auðvitað ekki“, sagði Barbara; ,,eg er
ekki komin til neins annars en að fá leyfi til að
hýrast hjá ykkur þangað til konungssonurinn
kemur."
Svo sagði Barhara þeim alt af létta um hagi
sína, hver hún var, hve samvizkulaust og sárt I
hún hafði verið leikin í borginni, og hve inni-
lega hún hafði þráð, að mega fá að sjá konungs-
soninn, þegar hann kæmi með morguns-árinu.
Við sögu hennar hi-ærðist skógurinn og alt,'sem
í honum var, til meðaumkunar með henni.