Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 68
44
játuðu menD því yfir höfuð, en kváðust þó ekki
sjá, hvernie þeir gætu það af eigiii rammleik.
Þegar hér var komið sögunni, vorum við
Ólafur (eAa öllu heldur Óiafui einn) húnir að
semja skjalið til Canada-stjórnar, og fá undir-
skriftir 130 familíufeðra undir það, snúa því og
senda til stjórnarinnar. Það er kunnugra en
frá þurfi að segja, hvert svar stjórnin gaf. En
vér hugsuðum að eins um að bjarga oss og
þeim, sem vildu hjargast láta upp úr foræðinu á
þurt land. Sumarið kom; menn smákomust
upp, og það mestmegnis fyrir þann styrk, er
Norðmenn fyrir mína milligöngu skutu til vor,
svo að um haustið 1379 mátti finna um fimmtíu
familíur, sem höfðu komið sér uiður á völdum
jörðum hér austan við heiðarnar. Það sumar
fluttist eg alfarinn hingað. Tók mér land í
miðri bygð eftir því, sem nú hagar til. Bygði
mév þar hús með tilhjálp landa minna. Þá var
heilsa mín þegar mjög biluð, og eg lítt fær að
standa í þessari stöðu, sem eg var í; en mikið
var þá enn eftir ógert af því, sem gera þurfti.
Stofn nýlendunnar var að vísu fenginn, en lang-
ur vetur stóð fyrir dyrum hrakinna og snauðra
manna langt úti í óbygðum. Ýmsir urðu smeyk-
ir, aðrir fóru að spá hrakspám og tala um að
snúa aftur til Nýja íslands. Eg hafði hyrjað
þetta fyrirtæki í drottins nafni, og treysti þvi
fastlega, að hann mundi ráða fram úr því, enda
varð það traust eigi til skammar.
Veturinn leið og var einhver hinn versti,
sem menn höfðu lifað hér. Mörg hús voru
stundum matarlaus í einu, en það tókst ætíð að
ráða bót á þvi í tíma, svo eigi varð tjón að, bæði
fyrír lán frá næstu bændum, — sem eg varð per-