Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 102
78
skyrtu, og támjóu skórnir hans voru sömu teg-
undar og áður. Hann reykti dýrindis vindla.
Lucien bygði nýtt íbúðarhús og nýja hlöðu.
Hann átti gððan léttivagn og lipran keyrslu-
hest. Hann reykti pípu. Nábúar hans sáu,
að hann gerði einhverjar umbætur á jörð sinni
á hverju ári. Útihúsin voru full af verkfærum.
Hann fór í hvíta skyrtu, þegar hann fór í kaup-
staðinn, og setti þá upp laglega hnepta skó.
Fólk sagði, að Lucien væri kominn í heldri
bænda röð; og loforð hans um borgun þótti jafn-
gott og beinharðir peningar.
Iteuben fór að kvarta um, að aktygja-gerðin
færi illa með heilsuna. Hann var að verða
heilsulaus. Eigandi verkstæðisins var eigin-
gjarn og vildi ekki gera honum þann greiða, að
deyja og eftirláta honum alt saman. Aktygja-
gerð var oröin alt annað en hún var. Hann fór
að fara á fiskiveiðar við og við. Reuben
kom stöku sinnum út í sveitina til bróður sins
og var þar þá yfir sunnudaginn. Honum fanst
fuglarnir syngja miklu unaðslegar en áður og
öll sveitin vera blómlegri. Eucien gekk i á-
byrgð fyrir lieuben fyrir skuld.
Lucien á sauðfé, nautgripi, svín, hesta og
hænsn. Hann ræktar kartöflur, baunir, mais,
hveiti, ýmsa garðávexti og epli, Hann kaupir
nokkuð af matvöru og svo tóbak og föt. Reu-
ben kaupir alt mögulegt. Á hverju ári leggur
Lucien $100—300 á bankann eða hann tekur
sér skemtiferð til Boston. Reuben gerir ekki
betur en rétt hafa ofan af fyrir sér. Lucien er
ánægður með kjör sín. Reuben er óánægður.