Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 78
54
riti þeusu fyrir áriö 1899. Hinsvegar veitti
hann þó löndum sínum í Shawano county ann
að veifið prestsþjónustu framvegis svo lengi
sem þeir bjuggu þar, eftir því, sem hann gat
við komið. í ritgerð þeirri eftir hann, sem nú
hirtist í Almanakinu, skýrir hann sjálfur frá
burtför safnaðarfóiks síns ár Nýja íslandi og
upphafi íslendingabygðar í Norður-Dakota
(Pemhina county).
Séra Páll andaðist úr brjóstveiki um vorið
1882 að Mountain, N.-D., og er greftraður í
kirkjugarðinum þar. Tólf árum síðar var
minnisvarði reistur á leiði hans, að nokkru
leyti með. samskotum frá almenningi, einkum
fólki í nýlendu þeirri liinni miklu og blóinlegu,
sem hann Stofnaði. Sá minnisvarði var af-
hjúpaður 30. oktober 1894, Er skýrt frá því
hátíðarhaldi i ,,Sameiningunni“ (IX, 9.), og
aðal-ræðan, sem flutt var við það tækifæri, af
séra Friðrik J. Bergmann, prentuð í sama
blaði skömmu síðar (IX, 11\ Þar er lýsing á
séra Páli heitnum, sem einkar vel er vandað
til, og vísum vér lesendum Almanaksins til
þeirrar ritgerðar.