Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 33
Almmtak
29. ár WINNIPEG 1923
Northcliffe lávarður.
Borinn 15. júlí 1865 Dáinn 14. ágúst 1922.
Northcliffe lávaröi. var oft og einatt líkt viB Napo-
leon mikla, og kallaöur Napoleon blaöanna, ef til vill
nokkuö fyrir þær sakir, að hann hafði mikinn svip af
Napoleoni í andliti og gáfnafari í sumum efnum, en aö-
allega af því aö menn fundu að hann skipaði svipaöan
sess meðal blaðamanna og útgefenda sem Napoleon með-
al hershöfðingja; má af því marka, hvílikur atkvæðamað-
ur Northcliffe lávarður var með Bretum og skörungur
Það rættist á honum, sem menn segja, að höndin, sem
ræður pennanum, heldur stjórninni í greip sinni; og
prýðilega fór Northcliffe með greiparhaldið.
Bretar eiga honum aðallega að. þakka, að stríðinu
mikla lauk eins og því lauk með sigri Bandamanna.
Þegar Northcliffe féll frá, gaus það upp úr blöðum
Þjóðverja, og mætti sýnast oflof í fljótu bragði; en er
það ekki, þegar betur er að gáð. Það er öðru máli að
gegna um stríð nú og í fyrndinni, þá er barist var með
keflum, kylfum og “hverju sem hönd á festi.” Þá
voru niðurlögin komin undir hreysti þeirra, er áttust
við. En nú ríður minst á hreysti og hetjuskap í stríð-
um. Nú er alt komið undir því, að búa liðið, fá því í
hendurnar það, sem það þarf og á að hafa til að berjast
rneð. Það hlutverk lét Northcliffe til sin taka og linti
ekki látum fyr en alþýða manna á Bretlandi var glað-
vöknuð og komin til fulls skilnings á því, að brýnasta