Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 67
ALMANAK.
55
um 30 mílur á breidd. Smáhæðir eru um hann
hér og þar, en annars má hann heita 30 mílna breið
slétta. Álftá (Swan River) rennur eftir honum
miðjum. Hefir hún upptök sín í Broddgaltar-
hæðum norðantil, rennur fyrst í stórum bug vest-
ur og suður inn í Saskatchewan, en beygist svo til
austurs og fellur í Álftavatn (Swan Lake), sem er
lítið stöðuvatn, og fellur Grunná (Shoal River) úr
því í Winnipegosisvatnið.
Álftá verður töluvert stórt vatnsfall í vor-
leysingum og vex svo fljótt að undrun sætir. Auk
Álftár renna Woody-á hin meiri og Woody-á hin
minni um dalinn, og margir smærri lækir.
pessar stöðvar voru merkilegar mjög fyr á
árum meðan Indíánar einir bygðu landið, og einn-
ig ágætar veiðistöðvar meðan vísundamir voru
ekki eyðilagðir.
Sem kunnugt er, byrjaði Manitoba fylki ekki
að byggjast verulega fyr en eftir 1870. Að vísu
var bygð hvítra manna til áður á bökkum Rauðár,
þar sem nú er Winnipeg. Sú bygð var kend við
Selkirk lávarð, skoskan aðalsmann, er árið 1812
flutti nokkra skotska bændur til norðvesturlands-
ins, en svo var þá allur mið- og vesturhluti Kana-
da nefndur, og setti þá niður þar. Bygðin breidd-
ist lítið út, sem von var, því samgöngur við aðra
bygða landshluta voru afar erfiðar. En um 1870
hófust innflutningar til Manitoba úr austurfylkj-
um Kanada og víðar að. Manitoba varð fylki
1870. Fyrst framan af bygðist suðurhluti fylk-
isins, frá landamærum Bandaríkjanna, en norð-
vesturhlutinn bygðist síðar, vegna fjarlægðar og
samgönguleysis, enda mun það og hafa verið al-
menn skoðun, að iandskostir væru þar verri en
sunnar.
pað var ekki fyr en undir aldamót, að Álftár-
dalurinn fór að byggjast. Var þá farið að vinna