Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 84
72
ÓLAFVR S. THOROEIRSSON :
fluttist til Saskatchewan og dó þar 1917. Sigurð-
ur, nú bóndi í grend við Elfros, Sask. Böðvar, ein-
hleypur maður, á land skamt frá Jóni Hrappsteð
og dvelur hjá Hrappsteð. Böðvar er sagður nokkuð
vel við efni. Hann er maður greindur og gætinn
og mjög yfirlætislaus í viðmóti.
Jón Eggertsson er fæddur í Höll í pverárhlíð í
Mýrasýslu 20. ágúst 1865. Foreldrar hans voru
Eggert Jónsson frá Leirá í Borgarfjarðarsýslu og
Sigríður Jónsdóttir frá Deildartungu. Faðir Egg-
erts var Jón Árnason á Leirá, settur sýslumaður í
Borgarfjarðarsýslu, ættaður frá Kalmanstungu.
Móðir Eggerts var Halla Jónsdóttir, dóttir séra Jóns
yngra á Gilsbakka. Eggert bjó siðast á íslandi í
Hrafnabjörgum í Hörðalal í Dalasýslu. Hann
fluttist til Ameríku árið 1887. Settist hann
fyrst að í Nýja fslandi, tvær mílur norður frá
Gimli. Ári síðar fluttist hann þaðan til Winnipeg
og bjó 'þar sex ár. Síðan fluttist hann til Narrows
við Manitoba vatn og þar dó hann árið 1897. Börn
Eggerts, systkini Jóns, voru mörg. Eitt þeirra er
Árni Eggertsson fasteignasali í Winnipeg.
Jón var með föður sínum af og til meðan hann
lifði. Vann oftast við daglaunavinnu í Winnipeg á
sumrin. Til Álftárdalsins flutist hann frá Narrows
1899. Bróðir hans Halldór var kominn þangað
tveimur árum á undan honum og hafði numið land
nálægt Minitonas. Dvaldi hann þar um fimm ár.
Jón nam land árið 1900 og bjó á því til 1906, er
hann fiuttist til Winnipeg. Mióðir Jóns var hjá
honum þar og fluttist með honum til Winnipeg.
par dvaldi hún hjá honum unz hún dá í júlí 1906.
f Winnipeg var Jón 12 ár, þá fluttist hann aftur til
Álftárdalsins á landareign sína og hefir búið þar
síðan. Heimili Jóns er á bakka Álftár, skamt frá