Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Blaðsíða 41
39
bar þár á hugsunarvillum og mállýtum. En
Skemmtileg'ur ér 'Stíllinn, ekki vantar þaö. Legg ég
svö' Aldámótin frá mér að sinni.
Svava heitir ofur lítil ferköntuð söguskjóða,
gefin út að Ivrossi fyrir norðan Gimli í nýja Islandi.
Er það niánaðar rit og flvtur mest megnis sögur,
.en einmg kvœði og smá ritgjörðir. Allur erfrágang-
ur þaáfremur pokalegur, sverta dauf, letur slitið og
máð, en pappír bœrilegur þetta ár. Daufur er stíls-
máti og velgjulegt hrœsnisbragð að flestum skoðun-
um þar er koma frá ritstjórans hendi. Þó er hann
vel skýr maður, frjálslyndur inn við beinið og prýð-
is vel lesinn fyrir alveg sjálf menntaðann mann.
Svava er farin að flytja myndir af Vestur-fslend-
ingum, er það myndarlegt og mun auka henni vin-
sœldir. ■
Freyja kéinur út í Winnipeg og er máhaðar rit.
Er hún lielguð kvennréttindamálum aðallega. Var
hún í byrjun, fyrir 6 árum fátæklegt blað, gefin út
af vanefnum og tötralega búin. Það var bœði, að
hún fékk orð-í eyra hjá stóru ritdómurunum, endu
var það vonlegt og útgefendurnir hneyksluðust lítið
áþví,sögðu ekkert,en reyndu að gjöra betur og bet-
ur. Nú þolir Freyja samanburð við hvert einasta
ísl. blað fyrir vestan haf. Hún á sína prentsmiðju
sjálf og þarf ekkert að sœkja til annara. Prentvill-
ur og málleysur hreint ekki verri en annarstaðar.
Annars vil ég ekki fara langt út í að lofa Freyju,
erida þó ég myndi satt eitt segja, þar mér er málið
svo mjög skilt. Þess skal ég þó geta, að hún er
búin að fá sœmilega útbreiðslu og mun í því standa
næst gömlu vikublöðunum, Henni aukast daglega
vinsældir og fylgi.