Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Blaðsíða 48
46
er annars eins og mér liggi viö aö efast um aö hóf.
sé nógu stórt skáld til aö gjöra úr garöi svo vcl sé
jafn langt verk.—Enginn efast þó um þaö, sem hef-
ir lesið hinar fyrri, að höf. sé skáld, og að mörgu
sé vel lýst, og aö höf. sé mjög einkennilegur sem
skáld, og er það út af fyrir sig mikilsvirði í fari
hvers skálds. En stórar hugsjónir ríða þar ekki
görðum fremur en annarsstaðar í vestur-íslenzkum
skáldskap. Oss er þó ögn farið að dreyrna og ein-
stöku andi að rumskast, en fáir fylgjast með skáldum
annara þjóða, fáir skilja þau—stórskáldin.
Svo mörg eru þá þessi orð. Þar eð nú var
orðið svo áliðið,var enginn tími tihað fara ítarlegar
út í ritdóma, en að ári verður nákvæmari gaumur
gefinn öllu sem út kemur á árinu,sérstaklega þvf er
skáldskapur telst.
Ég vildi mœlast til að fá frumsamda sögu
eða leikrit fyrir næsta ár. Beini ég þessu ei hvað
sízt til Hagyrðinga-félagsins í Wpg. Það félag er
vel vakandi og starfandi og vonandi að heilbrigð
skáldskaparstefna græði við það en tapi ekki. Ætti
það að hafa góð áhrif á bókmenntir vorar, sem eins
og stendur eru mjög einhliða og háðar afturhalds-
anda trúar og kyrkju. Mannið yður drengir, lærið
að hugsa, skapið yður heilbrigðar og fagrar skoð-
anir og standið við þær. Látið hvorki hiinneskt
eða jarðneskt vald hindra yður frá að hugsa og tala
um það sem þér álítið satt og rétt. Og um fram
allt, hugsið!
jtt'ia a