Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Side 70

Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Side 70
68 aö hugsanirnar séu tilfinnanlegar—smjúgí gegnum loftið, eins og ljósið og hljóðið. ,,Um hvað ertu að hugsa?“ sagði Lou, þegar hún sá Mary horfa á sig upp yfir blaðið sem hún hélt á. ,,Ekkert. “ ,,Ég hefi enga trú á of miklufrelsi, “ sagði Lou þurlega. ,,Það getur ekki verið of mikið af því sem ekkí er til, og frelsið er ekki til. “ Lou leit upp, hissa á þessari einkennilegu stað- hœfingu. Frelsið ekki til! Frelsið—þessi voveiflega skepna! ,,Ég hefi allt það frelsi sem ég kœri mig um, “ sagði Lou stuttlega, og er hún sagði það, kom far- seðla maðurinn með blómið í treyjubarminum og nefndi nafn nœstu vagnstöðva um leið og hann fór fram hjá þeim. Lou leit heiftaraugum á blómið á treyjubarminum og tók heljartaki um blómin sín, kvaddi Mary þurlega og ryksaði út úr vagninum þegar lestin stanzaði. Hún gekk hratt eftir gangstígnum og hugsaði um ókvennlegheit og siðferðisskort kvennfólksins yfir höfuð. Þegar hún kom inn á verkstœðið, þar sem hún vann, kastaði hún þurlegri kveðju til sam- verkafólks síns, giftra jafnt og ógiftra. Mary fór af lestinni á næstu vagnstöð. Hún hafði enn þá stóran blómvönd og gœtti hans vand- lega. Þegar hún kom inn á skrifstofuna, þar sem hún vann, skifti hún blómunum meðal verkasyskina sinna, giftra sem ógiftra og heilsaði öllum með vingjarnlegu brosi.

x

Almanak um/fyrir árið 1900-1905

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak um/fyrir árið 1900-1905
https://timarit.is/publication/403

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.